Næst mætir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, til leiks en hún hyggst kafa ofan í stöðu stjórnmála í Bandaríkjunum. Það styttist í næsta forsetaslag og allt bendir til þess að Donald Trump og Joe Biden verði á kjörseðlinum.
Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans, mun ræða við Kristján um stöðuna á spítalanum. Björn hefur sagt að of margir millistjórnendur starfi á spítalann og fleiri vanti í nærþjónustu við sjúklinga.
Síðastur til leiks er Þráinn Lárusson rekstrarmaður í ferðaþjónustu á Austurlandi. Hann hefur gagnrýnt markaðssetningu stjórnvalda á ferðamannaiðnaðinum og segir að einblínt sé á suðurströndina og suð-vesturhornið.