Innlent

Sprengi­sandur: Efna­hags­mál, Banda­ríkin, Land­spítalinn og ferða­manna­iðnaðurinn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum, verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi sem hefst klukkan 10 á Bylgjunni. Ásgeir mun fara yfir efnahagshorfur í heiminum, meðal annars með tilliti til innrásarinnar í Úkraínu og kórónuveirufaraldursins.

Næst mætir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, til leiks en hún hyggst kafa ofan í stöðu stjórnmála í Bandaríkjunum. Það styttist í næsta forsetaslag og allt bendir til þess að Donald Trump og Joe Biden verði á kjörseðlinum.

Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans, mun ræða við Kristján um stöðuna á spítalanum. Björn hefur sagt að of margir millistjórnendur starfi á spítalann og fleiri vanti í nærþjónustu við sjúklinga.

Síðastur til leiks er Þráinn Lárusson rekstrarmaður í ferðaþjónustu á Austurlandi. Hann hefur gagnrýnt markaðssetningu stjórnvalda á ferðamannaiðnaðinum og segir að einblínt sé á suðurströndina og suð-vesturhornið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.