Innlent

Stór skjálfti í nótt

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Skjálftavirkni róaðist töluvert eftir klukkan 19 í gær en tók kipp rúmlega 3 í nótt.
Skjálftavirkni róaðist töluvert eftir klukkan 19 í gær en tók kipp rúmlega 3 í nótt. Vísir/Egill

Jarðskjálfti 4,2 að stærð mældist laust eftir klukkan fjögur í nótt austnorður af Fagradalsfjalli. Um 2.500 skjálftar hafa mælst síðan í gær og þar af 700 síðan um miðnætti.

Óvissustigi Almannavarna var lýst yfir vegna jarðskjálftahrinunnar við Fagradalsfjall sem hófst um hádegisbil í gær. Kröftugasti skjálftinn til þessa reið yfir rétt fyrir klukkan 17 í gær og mældist 4,4 að stærð.

Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við fréttastofu að hrinan væri ívið kröftugri en sú sem var um áramótin. Jarðskjálftarnir hafa verið að mælast á um 5-7 kílómetra dýpi og talið er að kvika geti verið á sama dýpi og þar sem skjálftarnir hafa verið mælast.

Engin merki um gosóróa hafa sést á mælum Veðurstofunnar né önnur merki um að eldgos sé hafið eða yfirvofandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Flugveðurkóði hefur þó verið færður yfir á gult viðbúnaðarstig og grannt er fylgst með stöðunni.

Hrinan hófst um hádegisbil í gær.Veðurstofan

Tengdar fréttir

Æ fleiri grunnir skjálftar geti bent til kvikuhlaups

Jarðfræðingurinn Ari Trausti Guðmundsson segir æ fleiri grunna skjálfta við Fagradalsfjalla benda til þess að um kvikuhlaup geti verið að ræða. Slíkt hlaup geti lognast út af eða kvikan brotið sér leið upp á yfirborðið en það sé erfitt að meta slíkt núna af dýptartölum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×