Innlent

Bjart­sýni og já­kvæðni á Einni með öllu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Skipuleggjendur hátíðarinnar eru bjartsýnir og hafa ekki áhyggjur af smá rigningu. 
Skipuleggjendur hátíðarinnar eru bjartsýnir og hafa ekki áhyggjur af smá rigningu.  Vísir/Tryggvi Páll

Hátíðin „Ein með öllu“ er haldin nú um verslunarmannahelgina á Akureyri, skipuleggjandi hátíðarinnar segist ekki hafa áhyggjur af veðrinu. Hann vonar að Norðlendingar og gestir safnist saman og fagni því að geta hisst á ný.

Halldór Kristinn Harðarson skipuleggjandi hátíðarinnar segir gleði vera í mönnum og góða dagskrá vera í vændum, mikið sé í gangi fyrir norðan.

Aðspurður hverjir hápunktar helgarinnar verði nefnir hann kirkjutröppuhlaupið, fjallahlaup, Evrópumótið í torfæru. Hann segir tónleikana sem eru á dagskrá vera extra sérstaka í þetta sinn. Boðið verði upp á risa flugeldasýningu og flott tónlistafólk.

„Tvö ár síðan við fengum að gera eitthvað almennilegt þannig að ég ætla bara að vona að Norðlendingar og aðrir gestir fjölmenni á samkomuflötina og hlusti á góða tóna og fagni smá að við getum kannski já, hisst aðeins á ný.“

Hann segir alla vera jákvæða og bjartsýna þrátt fyrir að það „sé einhver smá úði.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×