Lífið

John Travolta með krakkana á Íslandi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Travolta virðist hafa komið með krakkana sína og vinafólk til Íslands í sumar.
Travolta virðist hafa komið með krakkana sína og vinafólk til Íslands í sumar. Skjáskot

John Travolta virðist einn þeirra sem ferðaðist um okkar fallegu eyju í sumar ef marka má Instagram-færslu sem hann birti í gær. Svo virðist sem hann hafi komið hingað með alla fjölskylduna og vinafólk fyrr í sumar á einni einkaþotunni sinni.

Travolta birti í gær myndband af ferðalögum fjölskyldunnar í sumar og virðast þau hafa stoppað bæði á Íslandi og Grikklandi. 

Svo virðist sem fjölskyldan hafi komið við í Bláa lóninu, gengið að gosstöðvunum í Fagradal og gist á hótel Bláa lónsins áður en haldið var til Grikklands. Þaðan virðist föruneytið hafa farið til Dubai og svo Parísar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.