Innlent

„Hefði viljað vera í grunn­búðum“

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi.
John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi.

Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu.

Lína Móey, ekkja John Snorra greinir frá þessu á Instagram reikningi sínum og segir að hún „hefði viljað vera í grunnbúðum og geta verið í betra sambandi við alla þarna og kannski eiga tækifæri á að vinna með fleirum,“ en fjölskylda John Snorra dvelur nú í Pakistan. 

Að sögn Línu sé fólk komið niður úr grunnbúðum sem hún muni funda með til þess að skipuleggja næstu skref og komast að því hvort einhverjir hópar séu eftir í fjallinu sem hægt verði að vinna með.

Lína Móey leyfir fólki að fylgjast með gangi mála á Instagram reikningi sínum sem má sjá hér.


Tengdar fréttir

Vilja grafa John Snorra hjá Juan Pablo og Ali á K2

Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar hefur óskað eftir því að lík hans verði fært og grafið með ferðafélögum hans, Juan Pablo Mohr og Muhammad Ali Sadpara. Sé ekki hægt að gera það verði líkið fært af gönguleiðinni upp fjallið K2.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.