Lífið

Kourt­n­ey birtir áður ó­­­séðar myndir frá hjóna­vígslunni í Santa Barbara

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Kourtney Kardashian og Travis Barker giftu sig í maí síðastliðnum.
Kourtney Kardashian og Travis Barker giftu sig í maí síðastliðnum. Getty/Cindy Ord/MG22

Í tilefni af 88 ára afmæli ömmu sinnar MJ deildi Kourtney Kardashian Barker áður óséðum myndum frá hjónavígslu sinni og trommarans Travis Barker frá því í maí síðastliðnum.

Af myndatextanum sem Kourtney skrifar á Instagram að dæma var amma hennar ein af tveimur gestum sem voru viðstaddir þegar þau undirrituðu hjónavígsluvottorð hjá sýslumanni í Santa Barbara. Randy Barker, faðir Travis var einnig viðstaddur. E News greinir frá þessu.

Stór athöfn var svo haldin á Ítalíu þar sem tískurisinn Dolce & Gabbana réði ríkjum þegar kom að klæðaburði fjölskyldunnar. Sú athöfn fór fram í Portofino á Ítalíu í villu sem er í eigu Dolce & Gabbana.

Nýju myndirnar frá Kourtney má sjá hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.