Innlent

Björg tekur við af Flosa hjá Starfs­greina­sam­bandinu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Björg tekur við starfinu af Flosa í október.
Björg tekur við starfinu af Flosa í október. Vísir

Björg Bjarnadóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og mun hefja störf 1. október næstkomandi. Alls bárust þrettán umsóknir um stöðu framkvmædastjóra. Björg tekur við starfinu af Flosa Eiríkssyni, sem hefur sinnt starfinu frá árinu 2018. 

Flosi sagði starfi sínu hjá sambandinu lausu í lok síðasta mánaðar fyrir formannafund SGS, sem er fjölmennasta landssamband launafólks á Íslandi með um 72 þúsund félagsmenn. Innherji fjallaði ítarlega um starfslok Flosa í byrjun mánaðar. 

Björg tekur eins og áður segir við stöðunni 1. október en hún hefur starfað sem skrifstofustjóri hjá einu aðildarfélaga SGS í þrettán ár samkvæmt tilkynningu frá SGS. Frá 2018 hefur Björg þá starfað við kennslu í Fjölbrautaskóla Vesturlands auk þess að gegna stöðu forstöðumanns bókasafns og sjá um skjalavörslu fjölbrautaskólans. 

Þá hefur hún einnig starfað sem VIRK-ráðgjafi fyrir öll stéttarfélögin á Akranesi og var einn af fyrstu ráðgjöfum sjóðsins og tók þátt í þþróun hans og uppbyggingu þjónustunnar frá upphafi. Hún sat sem aðalmaður í stjórn Festu lífeyrissjóðs frá 2013 til 2015 og sem varamaður frá 2015 til 2019 auk þess sem hún sat í verðlagsnefnd búvara á árunum 2015 til 2017. Hún hefur auk þess sinnt ýmsu félags- og sjálfboðaliðastarfi til að mynda hjá Rauða krossinum. 

Björg lauk meistaranámi í upplýsingafræði og er með viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu, kennsluréttindi á meistarastigi og starfsréttindi sem grunn- og framhaldsskólakennari. Hún er auk þess með BA-próf í íslensku. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.