Ísadóra er með rúmlega tuttugu og tvö þúsund fylgjendur á Instagram miðli sínum þar sem hún deilir list sinni og myndum úr sínu daglega lífi. Faðir Ísadóru er listamaðurinn Matthew Barney en leiðir hans og Bjarkar lágu í sundur árið 2013.
„Þakka frábæru teymi fyrir dásamlega og duttlungafulla myndatöku,“ segir Ísadóra á Instagram miðli sínum.
Samstarf listamanna
Skartgripalínan sem um ræðir í auglýsingaherferðinni er samstarf listamannanna Hans Berg og Nathalie Djurberg og heitir A Remedy eða lækning á íslensku. Julien Martinez Leclerc leikstýrir auglýsingunni og Lotta Volkova kom að útlitinu.
Miu Miu birti einnig fleiri myndir á Instagram miðli sínum frá sköpunarferli herferðarinnar sem má sjá hér að neðan:


Einnig leikkona
Auk þess að vera í herferðinni fór Ísadóra með hlutverk Melkorku í myndinni The Northman sem skartar þeim Alexander Skarsgård, Nicole Kidman, Ethan Hawke og Önyu Taylor-Joy í aðalhlutverkum. Björk fór einnig með hlutverk Seeress í þeirri mynd.