Björk grét í viðtali útaf ástarsorg: „Mér finnst mjög erfitt að tala um þetta“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. janúar 2015 11:00 Björk grét í viðtali við Pitchfork. Vísir/Getty Björk Guðmundsdóttir grét í viðtali við blaðamann Pitchfork, þegar hún var spurð út í innblásturinn að nýju plötunni hennar, sem ber titilinn Vulnicura.Í viðtalinu segist Björk hafa verið í ástarsorg þegar hún samdi textana að nýútkominni plötu sinni. Hún segir þá vera táningslega og einfalda. Í textunum fjallar Björk um sambandsslitin við Matthew Barney, en þau munu hafa hætt saman árið 2013.Hér má sjá fjölskylduna árið 2003.Vísir/Getty„Mér finnst mjög erfitt að tala um þetta," segir hún þegar hún er spurð út í setningu sem hún segir í einum textanum. Í einu lagi sínu segir Björk: „Don't remove my pain, it's my chance to heal." Björk biður um að fá að þjást, það sé leiðin að batanum. „Textarnir eru svo táningslegir, svo einfaldir. Ég var mjög snögg að skrifa þá. En ég tók líka langan tíma í laga þá til og hafa þá alveg eins og þeir áttu að vera. Það er erfitt að tala um þetta mál. Ómögulegt...afsakaðu mig," segir hún og fer að tárast. Hún segir flesta textana vera um ástarsorg og segir tónlistina vera miðilinn til að koma þessu öllu frá sér. Ástarsamband Bjarkar og Matthew Barney teygir sig langt aftur í tímann. Árið 2002 eignuðust þau dóttur sem hetiir Ísadóra. Fyrir átti Björk soninn Sindra. Barney er listamaður; hann vinnur með myndlist, höggmyndir, teikningar og gerir myndbönd. Hann var áður fyrirsæta. Platan Vulnicura hefur heldur betur slegið í gegn, eftir að hún kom óvænt inn á tónlistarveituna iTunes í fyrrakvöld. Vulnicura er mest sótta platan í yfir þrjátíu löndum. Björk situr meðal annars á toppnum í Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Noregi, Rússlandi og Póllandi. Platan er einnig í öðru sæti í níu löndnum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Hún hefur einnig fengið lof gagnrýnenda. Björk Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir grét í viðtali við blaðamann Pitchfork, þegar hún var spurð út í innblásturinn að nýju plötunni hennar, sem ber titilinn Vulnicura.Í viðtalinu segist Björk hafa verið í ástarsorg þegar hún samdi textana að nýútkominni plötu sinni. Hún segir þá vera táningslega og einfalda. Í textunum fjallar Björk um sambandsslitin við Matthew Barney, en þau munu hafa hætt saman árið 2013.Hér má sjá fjölskylduna árið 2003.Vísir/Getty„Mér finnst mjög erfitt að tala um þetta," segir hún þegar hún er spurð út í setningu sem hún segir í einum textanum. Í einu lagi sínu segir Björk: „Don't remove my pain, it's my chance to heal." Björk biður um að fá að þjást, það sé leiðin að batanum. „Textarnir eru svo táningslegir, svo einfaldir. Ég var mjög snögg að skrifa þá. En ég tók líka langan tíma í laga þá til og hafa þá alveg eins og þeir áttu að vera. Það er erfitt að tala um þetta mál. Ómögulegt...afsakaðu mig," segir hún og fer að tárast. Hún segir flesta textana vera um ástarsorg og segir tónlistina vera miðilinn til að koma þessu öllu frá sér. Ástarsamband Bjarkar og Matthew Barney teygir sig langt aftur í tímann. Árið 2002 eignuðust þau dóttur sem hetiir Ísadóra. Fyrir átti Björk soninn Sindra. Barney er listamaður; hann vinnur með myndlist, höggmyndir, teikningar og gerir myndbönd. Hann var áður fyrirsæta. Platan Vulnicura hefur heldur betur slegið í gegn, eftir að hún kom óvænt inn á tónlistarveituna iTunes í fyrrakvöld. Vulnicura er mest sótta platan í yfir þrjátíu löndum. Björk situr meðal annars á toppnum í Bretlandi, Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Noregi, Rússlandi og Póllandi. Platan er einnig í öðru sæti í níu löndnum, þar á meðal í Frakklandi, Þýskalandi og Suður-Afríku. Hún hefur einnig fengið lof gagnrýnenda.
Björk Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira