Innlent

Búist við á­fram­haldandi land­risi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.
Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2.

Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Náttúruvársérfræðingur segir að búist sé við áframhaldandi landrisi sem geti endað með eldgosi og er óvissustig almannavarna í gildi á svæðinu. 

Miðja landrissins er skammt vestan við Öskjuvatn og stafar af þrýstiaukningu í rótum eldstöðvarinnar.

„Það er kvikusöfnun þarna undir á um tveggja kílómetra dýpi sem veldur því að þarna verður landris og það er núna búið að rísa um 35 sentimetra frá júlí 2021,“ sagði Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. 

Hún segir að búist sé við áframhaldandi landrisi næstu daga. „En svo getur þetta stoppað og verið þannig í mörg ár.“

Landrisinu fylgir ekki aukin skjálftavirkni en búist er við því að hún muni aukast ef til eldgoss kemur.

Veðurstofan fundaði með vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ og almannavörnum á mánudaginn vegna landrissins þar sem farið var yfir þróun mála.

„Þar var rætt um þessar nýjustu bylgjuvíxlmyndir sem sýna hvar landrisið er sem er vestan við Öskuvatnið. Hversu mikið hún er búin að rísa upp og hvað geti gerst í kjölfarið, hvort þetta sé eðlilegt og svoleiðis.“

Nokkrar sviðsmyndir

Landið seig mikið eftir síðasta eldgos í Öskju og segir Lovísa að landris geti verið lengi viðvarandi án eldgoss en það geti einnig leitt til eldgos, og þá séu nokkrar sviðsmyndir í stöðunni.

„Það fer eftir því hvar kvikan kemur upp. Ef hún kemur upp í miðju öskjuvatni þá getur komið sprengigos því þar verður samspil vatns og kviku en ef hún kemur upp í öskjujaðrinum þá getur þetta verið hraungos þannig það fer eftir því hvar hún leitar upp.“


Tengdar fréttir

Ó­venju­mikill ris­hraði við Öskju

Landris við Öskju mælist nú mest um 35 sentimetrar. Veðurstofa Íslands segir rishraðann vera óvenjumikinn miðað við sambærileg eldjöll í heiminum.

Land rís enn við Öskju

Land við Öskju hefur risiðum alls þrjátíu sentímetra frá því að landris fór að mælast við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga í ágúst í fyrra. Það þýðir að landris hefur verið um 2,5 sentímetrar á mánuði síðan þá. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×