Lífið

Sjón­varpskokkurinn Gor­don Ramsay er kominn til landsins

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Ramsay hefur margsinnis heimsótt Ísland.
Ramsay hefur margsinnis heimsótt Ísland. Getty/Jason Mendez

Samkvæmt heimildum fréttastofu er heimsfrægi kokkurinn Gordon Ramsay  á landinu um þessar mundir en fyrr í kvöld sást til hans á veitingastaðnum Sushi Social. 

Ekki er vitað hvað liggur að baki heimsókn Ramsay til landsins en hann hefur áður heimsótt Ísland.

Fyrir rétt rúmu ári síðan sást til Ramsay á Bankastræti Club en athygli vakti að hann og Birgitta Líf, eigandi skemmtistaðarins fylgdu hvoru öðru á Instagram. 

Einnig hefur kokkurinn komið til Íslands í tökur fyrir sjónvarpsþætti sína og hefur meðal annars lært hvernig eigi að veiða lunda. Á ferð sinni um Vestfirði smakkaði hann hákarl, þó með litlum árangri og sagðist efast um að hann væri ætur. 

Ramsay hefur eftir allar þessar heimsóknir sennilega unnið sér inn titilinn „Íslandsvinur.“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.