Lífið

The Omen og Titanic-leikarinn David Warner er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
David Warner (t.v.) í kvikmyndinni The Omen.
David Warner (t.v.) í kvikmyndinni The Omen. Getty/FilmPublicity

Leikarinn David Warner er látinn, áttatíu ára að aldri. Warner er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Omen, Titanic, Tron og sjónvarpsmyndinni A Christmas Carol.

Warner lést í gær eftir að hafa barist við krabbamein síðustu átján mánuði. Í yfirlýsingu sem fjölskyldan sendi BBC segjast þau vera niðurbrotin eftir andlátið.

Warner var oft fenginn í hlutverk illmennis í þeim kvikmyndum sem hann lék í, svo sem Thirty Nine Steps og Time Bandits. Í The Omen sló hann rækilega í gegn sem ljósmyndarann Keith Jennings og lék svo enn eitt illmennið í stórmyndinni Titanic þegar hann fór með hlutverk Spicer Lovejoy, einkaþjóns og lífvarðar Caledon Hockley.

Hann hlaut Emmy-verðlaun árið 1981 fyrir leik sinn sem Pomponius Falco í sjónvarpsþáttunum Masada. Það voru einu stóru verðlaunin sem hann fékk fyrir leik sinn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.