Lífið

Spi­el­berg leik­stýrði fyrsta tón­listar­mynd­bandi ferilsins á síma

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Spielberg hefur leikstýrt og framleitt fjölda kvikmynda undanfarin sextíu ár. Myndbandið við lagið Mannætu eftir Marcus Mumford er hins vegar fyrsta tónlistarmyndbandið sem Spielberg leikstýrir á sínum ferli.
Spielberg hefur leikstýrt og framleitt fjölda kvikmynda undanfarin sextíu ár. Myndbandið við lagið Mannætu eftir Marcus Mumford er hins vegar fyrsta tónlistarmyndbandið sem Spielberg leikstýrir á sínum ferli. Getty/Samir Hussein

Þrátt fyrir feril sem spannar meira en hálfa öld hefur Steven Spielberg aldrei leikstýrt tónlistarmyndbandi, þar til nú. Í vikunni kom út tónlistarmyndbandið fyrir Cannibal, nýjasta lag Marcus Mumford, sem Spielberg leikstýrði og tók upp á síma.

Spielberg er vafalaust einn vinsælasti og farsælasti leikstjóri allra tíma. Hann er einna helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Jaws, Jurassic Park, Indiana Jones og E.T. Þar að auki hefur hann hlotið Óskarsverðlaun sem besti leikstjóri fyrir myndirnar Saving Private Ryan og Schindler's List.

Nýlega leikstýrði hann í fyrsta skipti tónlistarmyndbandi og það á síma. Marcus Mumford, sem er best þekktur sem söngvari Mumford and Sons, staðfesti fréttirnar á Twitter í fyrradag. Þar deildi hann myndum af leikstjóranum á setti tónlistarmyndbandsins við Cannibal þar sem Spielberg mundar símann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×