Innlent

Grafa brann í Grafar­holti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eldurinn hefur borist úr gröfunni í nærliggjandi bíl.
Eldurinn hefur borist úr gröfunni í nærliggjandi bíl. Aðsend

Eldur kom upp í lítilli gröfu í Grafarholti í dag. Slökkviliðið er nú á svæðinu og er búið að slökkva eldinn. 

Samkvæmt vaktstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eldinn klukkan hálf tíu í morgun og fór slökkviliðið samstundis á staðinn til að slökkva eldinn.

Eldurinn barst í að minnsta kosti einn annan bíl á bílastæðinu samkvæmt slökkviliðinu.

Búið er að slökkva eldinn líkt sjá má á meðfylgjandi mynd. 

Eldurinn hefur borist í Teslu-bifreið sem hafði verið lagt við hlið gröfunnar.Aðsend

Fréttin var uppfærð klukkan 10:05.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×