Komu örmagna kóp til bjargar við Reykjarvíkurhöfn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. júlí 2022 11:29 Kvöldganga Sigríðar endaði með björgunaraðgerð úti á Granda. Sigríður Kristinsdóttir Örmagna kóp með öngul í munni var komið til bjargar af vegfarendum á Granda í gærkvöldi. Annar þeirra, Sigríður Kristinsdóttir segist í fyrstu hafa haldið að móðurlaus kópurinn væri dauður en þegar svo reyndist ekki vera var kópnum komið í hendur næturvaktar Húsdýragarðsins. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, dóttir Sigríðar, birti vægast sagt krúttlegar myndir af björgun kópsins á Twitter. Mamma var í göngutúr og sá þennan örmagna sæta kóp, hringdi i 112 og hann Veigar sem var á næturvakt hjá Húsdýragarðinum kom til bjargar.Smá til að gleðja þetta forrit pic.twitter.com/y514MipDTs— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 18, 2022 Dauðhræddur í fyrstu Sigríður Kristinsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið ásamt vinkonu sinni og hundi í göngutúr úti á Granda þegar þau rákust á kópinn. Þau hafi leyft hundinum að ráða för sem hafi í raun leitt þau að kópnum. Bjargvætturinn Sigríður Kristinsdóttir.facebook „Þegar komum niður að lítilli vör á höfninni sjáum við að eitthvað liggur sem þar niðri við höldum að sé dáið. Það var bara ekkert lífsmark en svo sjáum við að þetta er þessi litli kópur sem er með öngul í munni sem lafir niður. Maður sér bara að hann er alveg búinn á því.“ Hún segir kópinn hafa verið dauðhræddan við þær vinkonur í fyrstu og eftir nokkur símtöl var þeim bent á næturvakt Húsdýragarðsins. Frá næturvakt Húsdýragarðsins kom Veigar sem var alsæll með fregnirnar enda búinn að leita að kópnum í tvo sólarhringa. Svona var aðkoman þegar Sigríður og vinkona fundu kópinn.Sigríður Kristinsdóttir „Þá hafði einhver séð þennan litla kóp vera að leita að mömmu sinni í höfninni. Við förum með kópinn í bílinn en þá var öngullinn lafandi og dinglandi í allar áttir og kópurinn berst um, þá þarf Veigar að losa öngulinn til að stækka ekki sárið og þá kom í ljós að það var mikið lífsmark með kópnum enda barðist hann hressilega.“ Fallegt augnablik hafi orðið þegar kópurinn sneri sér við í bílnum til að líta bjargvættina augum í hinsta sinn. „Maður ímyndar sér að hann hafi vitað að við værum að reyna að hjálpa honum.“ Hefur áhyggjur af framhaldinu Nú hefur kópnum verið komið fyrir í Húsdýragarðinum en Sigríður hefur áhyggjur að kópurinn verði þar of lengi og verði þar með ófær um að bjarga sér í náttúrunni. „Draumurinn væri að þau myndu hlúa að honum og svo myndi hann fá að synda sinn veg. En maður veit ekki alveg hvernig þetta endar, þessi hluti sem var í okkar valdi endaði eins vel og hægt var.“ Að lokum biðlar Sigríður til veiðimanna og annarra, að gæta að því hvernig skilið er við umhverfið svo spúnar standi ekki á víðavangi með tilheyrandi hættu. „Og líka bara á þjóðvegum að vera vakandi fyrir dýrum á vegum. Við verðum bara að ganga varlega um, það á alltaf að vera gildi,“ sagði Sigríður að lokum. Veigar breiddi peysu sinni yfir kópinn og kom honum fyrir í bíl Húsdýragarðsins.Sigríður Kristinsdóttir Dýr Reykjavík Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, dóttir Sigríðar, birti vægast sagt krúttlegar myndir af björgun kópsins á Twitter. Mamma var í göngutúr og sá þennan örmagna sæta kóp, hringdi i 112 og hann Veigar sem var á næturvakt hjá Húsdýragarðinum kom til bjargar.Smá til að gleðja þetta forrit pic.twitter.com/y514MipDTs— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 18, 2022 Dauðhræddur í fyrstu Sigríður Kristinsdóttir segist í samtali við Vísi hafa verið ásamt vinkonu sinni og hundi í göngutúr úti á Granda þegar þau rákust á kópinn. Þau hafi leyft hundinum að ráða för sem hafi í raun leitt þau að kópnum. Bjargvætturinn Sigríður Kristinsdóttir.facebook „Þegar komum niður að lítilli vör á höfninni sjáum við að eitthvað liggur sem þar niðri við höldum að sé dáið. Það var bara ekkert lífsmark en svo sjáum við að þetta er þessi litli kópur sem er með öngul í munni sem lafir niður. Maður sér bara að hann er alveg búinn á því.“ Hún segir kópinn hafa verið dauðhræddan við þær vinkonur í fyrstu og eftir nokkur símtöl var þeim bent á næturvakt Húsdýragarðsins. Frá næturvakt Húsdýragarðsins kom Veigar sem var alsæll með fregnirnar enda búinn að leita að kópnum í tvo sólarhringa. Svona var aðkoman þegar Sigríður og vinkona fundu kópinn.Sigríður Kristinsdóttir „Þá hafði einhver séð þennan litla kóp vera að leita að mömmu sinni í höfninni. Við förum með kópinn í bílinn en þá var öngullinn lafandi og dinglandi í allar áttir og kópurinn berst um, þá þarf Veigar að losa öngulinn til að stækka ekki sárið og þá kom í ljós að það var mikið lífsmark með kópnum enda barðist hann hressilega.“ Fallegt augnablik hafi orðið þegar kópurinn sneri sér við í bílnum til að líta bjargvættina augum í hinsta sinn. „Maður ímyndar sér að hann hafi vitað að við værum að reyna að hjálpa honum.“ Hefur áhyggjur af framhaldinu Nú hefur kópnum verið komið fyrir í Húsdýragarðinum en Sigríður hefur áhyggjur að kópurinn verði þar of lengi og verði þar með ófær um að bjarga sér í náttúrunni. „Draumurinn væri að þau myndu hlúa að honum og svo myndi hann fá að synda sinn veg. En maður veit ekki alveg hvernig þetta endar, þessi hluti sem var í okkar valdi endaði eins vel og hægt var.“ Að lokum biðlar Sigríður til veiðimanna og annarra, að gæta að því hvernig skilið er við umhverfið svo spúnar standi ekki á víðavangi með tilheyrandi hættu. „Og líka bara á þjóðvegum að vera vakandi fyrir dýrum á vegum. Við verðum bara að ganga varlega um, það á alltaf að vera gildi,“ sagði Sigríður að lokum. Veigar breiddi peysu sinni yfir kópinn og kom honum fyrir í bíl Húsdýragarðsins.Sigríður Kristinsdóttir
Dýr Reykjavík Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira