Íþrótt sem fer sístækkandi í Bandaríkjunum og byrjar vel á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 06:26 Í efra vinstra horninu má sjá spaða og bolta sem notast er við til að spila leikinn. Neðar á myndinni má sjá háskólanemana fjóra sem ferðuðust hingað til lands til þess að kynna landanum leikinn. Í efra hægra horninu má sjá algjöran byrjanda í sportinu reyna sitt besta. Vísir/Bjarni Íþrótt sem fer ört vaxandi í Bandaríkjunum hefur fengið góðar viðtökur hér á landi og hafa útsendarar hennar ferðast um til að boða fagnaðarerindið. Íþróttin er auðlærð og aðgengileg en æfingin skapar þó meistarann. Fjórir ungir menn frá Bandaríkjunum hafa að undanförnu haldið til hér á landi, á vegum háskóla síns í Norður-Karólínu, gagngert til þess að kynna Íslendinga fyrir uppáhalds íþróttinni sinni, sem á ensku nefnist pickleball. „Pickleball er mest ört vaxandi íþróttin í Bandaríkjunum og er líka að dreifast um heiminn. En það virðast ekki margir spila hana á Íslandi, þannig að við höfum ferðast um og farið á mismunandi staði til þess að kynna hana fyrir fólki,“ segir Harrison Lewis, einn þeirra fjögurra sem fékk styrk frá háskóla sínum í Norður-Karólínu til að dvelja á Íslandi í nokkrar vikur í sumar og kynna íþróttina. Viðtökurnar hafa ekki verið af verri endanum, að sögn Nisarg Shah, félaga hans. „Fólk hefur elskað þetta, sérstaklega ungt fólk. Hvar sem við höfum komið og sett upp völl, hvort sem það er í skólum eða á körfuboltavöllum víðs vegar, þá hafa krakkarnir viljað prófa og vera með,“ segir Nisarg. Uppsetning vallarins er nokkuð einföld, en strákarnir settu upp völl á körfuboltavelli við grunnskóla í Reykjavík og notuðust aðeins við net sem hægt er að setja saman á stuttum tíma og límband til að marka útlínur vallarins. Þeir Kobe Roseman, Nisarg Shah, Harrison Lewis og Bobby McQueen hafa ferðast um landið og kynnt pickleball, eða súrknattleik, fyrir þjóðinni.Vísir/Bjarni Ljóst er að engum ofsögum er sagt af áhuga unga fólksins, en þar sem fréttastofa fræddist um pickleball, sem á íslensku mætti kalla súrknattleik, komu forvitin ungmenni og fengu að prófa. Íþróttin er nokkuð einföld, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, það er að segja, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fréttamaður fékk sjálfur að spreyta sig í íþróttinni, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að ofan. Af þeirri tilraun að dæma er ljóst að byrjendaheppni dugar skammt í íþróttinni, sem er þó í senn auðlærð og skemmtileg, auk þess að vera hin besta líkamsrækt í þokkabót. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, má þá benda á myndskeiðið hér að neðan, sem er einmitt ætlað nýgræðingum í íþróttinni. Reykjavík Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Fjórir ungir menn frá Bandaríkjunum hafa að undanförnu haldið til hér á landi, á vegum háskóla síns í Norður-Karólínu, gagngert til þess að kynna Íslendinga fyrir uppáhalds íþróttinni sinni, sem á ensku nefnist pickleball. „Pickleball er mest ört vaxandi íþróttin í Bandaríkjunum og er líka að dreifast um heiminn. En það virðast ekki margir spila hana á Íslandi, þannig að við höfum ferðast um og farið á mismunandi staði til þess að kynna hana fyrir fólki,“ segir Harrison Lewis, einn þeirra fjögurra sem fékk styrk frá háskóla sínum í Norður-Karólínu til að dvelja á Íslandi í nokkrar vikur í sumar og kynna íþróttina. Viðtökurnar hafa ekki verið af verri endanum, að sögn Nisarg Shah, félaga hans. „Fólk hefur elskað þetta, sérstaklega ungt fólk. Hvar sem við höfum komið og sett upp völl, hvort sem það er í skólum eða á körfuboltavöllum víðs vegar, þá hafa krakkarnir viljað prófa og vera með,“ segir Nisarg. Uppsetning vallarins er nokkuð einföld, en strákarnir settu upp völl á körfuboltavelli við grunnskóla í Reykjavík og notuðust aðeins við net sem hægt er að setja saman á stuttum tíma og límband til að marka útlínur vallarins. Þeir Kobe Roseman, Nisarg Shah, Harrison Lewis og Bobby McQueen hafa ferðast um landið og kynnt pickleball, eða súrknattleik, fyrir þjóðinni.Vísir/Bjarni Ljóst er að engum ofsögum er sagt af áhuga unga fólksins, en þar sem fréttastofa fræddist um pickleball, sem á íslensku mætti kalla súrknattleik, komu forvitin ungmenni og fengu að prófa. Íþróttin er nokkuð einföld, og flestar reglurnar snúast aðeins um upphaf leiksins, það er að segja, uppgjöfina, en aðeins má gefa upp með undirhandarskoti og inn á ákveðið svæði. Fréttamaður fékk sjálfur að spreyta sig í íþróttinni, með misjöfnum árangri líkt og sjá má í fréttinni í spilaranum hér að ofan. Af þeirri tilraun að dæma er ljóst að byrjendaheppni dugar skammt í íþróttinni, sem er þó í senn auðlærð og skemmtileg, auk þess að vera hin besta líkamsrækt í þokkabót. Fyrir forvitna sem vilja betur kynna sér pickleball, má þá benda á myndskeiðið hér að neðan, sem er einmitt ætlað nýgræðingum í íþróttinni.
Reykjavík Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira