Innlent

Reyndi að snúa við áður en hann var stöðvaður

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot og þjófnað í geymslu í Garðabæ.
Lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot og þjófnað í geymslu í Garðabæ. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði rúmlega 100 ökutæki við umferðarpóst við Heiðmörk í kringum miðnætti í nótt. Réttindi ökumanna og ástand ökutækja voru athuguð en einn ökumaður reyndi að sögn lögreglu að snúa við áður en hann var stöðvaður. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum.

Samkvæmt dagbók lögreglu voru bifreiðar búnar nagladekkjum einnig stöðvaðar í gær, önnur var stöðvuð síðdegis í Hlíðunum en ökumaður hennar hafði ekki gild ökuréttindi. Hin var stöðvuð í miðbænum en bifreiðin hafði ekki verið færð til endurskoðunar og voru skráningarmerki fjarlægð.

Tilkynning barst um eld í ruslageymslu í íbúðablokk í Kópavogi í gærkvöldi, eldur hafi verið í ruslatunnu en skemmdir minniháttar. Talsverður reykur er sagður hafa verið á staðnum þegar viðbragðsaðilar mættu.

Lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot og þjófnað í geymslu í Garðabæ en henni samkvæmt voru hurðir skemmdar og verðmætum stolið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×