Sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júlí 2022 18:55 Guðjón Sigurðsson segir það vera sárt að vera skilinn eftir á bryggjunni þar sem ekki sé aðgengi fyrir fólk í hjólastól að komast út í Viðey. Vísir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, kallar eftir því að Reykjavíkurborg ráðist í úrbætur á aðgengi að Viðey fyrir fólk sem notast við hjólastól. Metnaðarleysið og sýndarmennskan sé alger. „Að vera skilinn eftir á bryggjunni og horfa á eftir niðurgreiddri ferjunni sigla án okkar út í Viðey er sárt, það svíður. Það gerist fyrir hjólastólanotendur í hvert sinn sem Reykjavíkurborg heldur niðurgreiddan viðburð þar, auglýstan fyrir alla, en er bara fyrir suma,“ segir í tilkynningu frá Guðjóni. Hann hafi beðið eftir úrbætum í átján ár en ekkert gerst. Allir borgarstjórar á þeim tíma, sem og Faxaflóahafnir, hafi lofað að bæta aðgengið, en ekkert gerist. Þolinmæðin sé að þrotum komin. „Á vef borgarinnar um aðgengisleysi að Viðey er ein skýringin sú að vegna flóðs og fjöru sé erfitt um aðgengi að eyjunni. Síðan ég óskaði fyrst eftir aðgengi að Viðey hef ég farið til: Vestmannaeyja, Flatey á Skjálfanda þar sem vissulega gætir sjávarfalla, auk þess fór ég á Kínamúrinn og félagar mínir skoðuðu Akrapolis í Grikklandi um daginn. Að eitthvað sé ekki hægt er bara bull og viljaleysi,“ segir Guðjón. Hann bendir á að í Viðey séu tvö salerni hjólastólamerkt og því vanti nú bara leið fyrir notendur þeirra að komast á svæðið. „Metnaðarleysi Faxaflóahafna og Reykjavíkur er algert þegar kemur að aðgengismálum,“ segir Guðjón og kallar eftir aðgerðum strax. „Sýndarmennskan er alger.“ Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Viðey Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
„Að vera skilinn eftir á bryggjunni og horfa á eftir niðurgreiddri ferjunni sigla án okkar út í Viðey er sárt, það svíður. Það gerist fyrir hjólastólanotendur í hvert sinn sem Reykjavíkurborg heldur niðurgreiddan viðburð þar, auglýstan fyrir alla, en er bara fyrir suma,“ segir í tilkynningu frá Guðjóni. Hann hafi beðið eftir úrbætum í átján ár en ekkert gerst. Allir borgarstjórar á þeim tíma, sem og Faxaflóahafnir, hafi lofað að bæta aðgengið, en ekkert gerist. Þolinmæðin sé að þrotum komin. „Á vef borgarinnar um aðgengisleysi að Viðey er ein skýringin sú að vegna flóðs og fjöru sé erfitt um aðgengi að eyjunni. Síðan ég óskaði fyrst eftir aðgengi að Viðey hef ég farið til: Vestmannaeyja, Flatey á Skjálfanda þar sem vissulega gætir sjávarfalla, auk þess fór ég á Kínamúrinn og félagar mínir skoðuðu Akrapolis í Grikklandi um daginn. Að eitthvað sé ekki hægt er bara bull og viljaleysi,“ segir Guðjón. Hann bendir á að í Viðey séu tvö salerni hjólastólamerkt og því vanti nú bara leið fyrir notendur þeirra að komast á svæðið. „Metnaðarleysi Faxaflóahafna og Reykjavíkur er algert þegar kemur að aðgengismálum,“ segir Guðjón og kallar eftir aðgerðum strax. „Sýndarmennskan er alger.“
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Viðey Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira