Gamlir landpóstar mynda nýtt fimmtíu kílómetra hlaup Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2022 11:55 Þórhildur Ólöf, forstjóri Póstsins, ætlar að taka þátt í hlaupinu. samsett Nýtt fimmtíu kílómetra utanvegahlaup, Pósthlaupið, verður haldið í fyrsta sinn þann 6. ágúst næstkomandi. Hlaupið verður milli gamalla landpósta sem voru lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, mun taka þátt hlaupinu og kveðst spennt fyrir áskoruninni. Hugmynd hennar að fimmtíu kílómetra hlaupinu kviknaði eftir að hún náði sjálf fimmtíu ára aldri. Starfsmenn póstsins hafi gripið hugmyndina á lofti, að sögn Þórhildar. „Við lögðumst saman yfir landakort og skoðuðum gamlar landpóstaleiðir og komum auga á að milli Staðarskála og Búðardals liggur skemmtileg leið sem er akkúrat hæfilega löng. Þá var ekki aftur snúið og við ákváðum að Pósthlaupið skyldi verða að veruleika," segir Þórhildur. Þórhildur Ólöf Helgadóttir.aðsend Hlaupið hefst við minnismerki um landpósta sunnan við Staðarskála í Hrútafirði. Þaðan verður hlaupin gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð niður í Haukadal og sem leið liggur eftir dalnum, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla leið í Búðardal. Einnig er í boði að hlaupa 26 km, frá Kirkjufellsrétt innst í Haukadal, eða 7 km, frá flugvellinum á Kambsnesi, í Búðardal. Landpóstar lífæð samskipta á Íslandi Hlaupastjóri Pósthlaupsins er Ragnar Kristinsson, sagnfræðingur og sölumaður hjá Póstinum. Hann segir Landpósta hafa verið lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Margir voru landsþekktir fyrir elju og harðfylgi og lögðu sig oft í hættu við erfiðar aðstæður til að koma bréfum og pökkum til fólks í sveitum um allt land. Það sé vel við hæfi að minning þeirra sé heiðruð með hlaupi á milli þessara þekktu póststaða. Markið verður við pósthúsið í Búðardal og verða verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í vegalengdunum þremur. Tekið verður á móti fólki með veitingum úr héraði og er fólk hvatt til að taka fjölskylduna með í hlaupið og gista á tjaldsvæðinu í Búðardal. Hlaupið verður milli gamalla landpósta.aðsend Þórhildur, forstjóri Póstsins, leggur áherslu á að hlaupið sé haldið í náinni samvinnu við íbúa á svæðinu en gjald fyrir þátttöku rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar. „Við ætlum að eiga skemmtilegan dag saman í ágúst. Svo vonumst við til að hlaupið festi sig í sessi og verði vinsæll viðburður til framtíðar,“ segir hún. Nánari upplýsingar um Pósthlaupið er að finna á Hlaup.is og á Facebook. Hlaup Pósturinn Dalabyggð Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, mun taka þátt hlaupinu og kveðst spennt fyrir áskoruninni. Hugmynd hennar að fimmtíu kílómetra hlaupinu kviknaði eftir að hún náði sjálf fimmtíu ára aldri. Starfsmenn póstsins hafi gripið hugmyndina á lofti, að sögn Þórhildar. „Við lögðumst saman yfir landakort og skoðuðum gamlar landpóstaleiðir og komum auga á að milli Staðarskála og Búðardals liggur skemmtileg leið sem er akkúrat hæfilega löng. Þá var ekki aftur snúið og við ákváðum að Pósthlaupið skyldi verða að veruleika," segir Þórhildur. Þórhildur Ólöf Helgadóttir.aðsend Hlaupið hefst við minnismerki um landpósta sunnan við Staðarskála í Hrútafirði. Þaðan verður hlaupin gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð niður í Haukadal og sem leið liggur eftir dalnum, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla leið í Búðardal. Einnig er í boði að hlaupa 26 km, frá Kirkjufellsrétt innst í Haukadal, eða 7 km, frá flugvellinum á Kambsnesi, í Búðardal. Landpóstar lífæð samskipta á Íslandi Hlaupastjóri Pósthlaupsins er Ragnar Kristinsson, sagnfræðingur og sölumaður hjá Póstinum. Hann segir Landpósta hafa verið lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Margir voru landsþekktir fyrir elju og harðfylgi og lögðu sig oft í hættu við erfiðar aðstæður til að koma bréfum og pökkum til fólks í sveitum um allt land. Það sé vel við hæfi að minning þeirra sé heiðruð með hlaupi á milli þessara þekktu póststaða. Markið verður við pósthúsið í Búðardal og verða verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í vegalengdunum þremur. Tekið verður á móti fólki með veitingum úr héraði og er fólk hvatt til að taka fjölskylduna með í hlaupið og gista á tjaldsvæðinu í Búðardal. Hlaupið verður milli gamalla landpósta.aðsend Þórhildur, forstjóri Póstsins, leggur áherslu á að hlaupið sé haldið í náinni samvinnu við íbúa á svæðinu en gjald fyrir þátttöku rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar. „Við ætlum að eiga skemmtilegan dag saman í ágúst. Svo vonumst við til að hlaupið festi sig í sessi og verði vinsæll viðburður til framtíðar,“ segir hún. Nánari upplýsingar um Pósthlaupið er að finna á Hlaup.is og á Facebook.
Hlaup Pósturinn Dalabyggð Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira