Ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir að stýra 255 manna hreppi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2022 15:03 Lilja Magnúsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps, innsiglar ráðningu Ólafs Þórs Ólafssonar, sveitarstjóra, með handabandi. Tálknafjörður Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, fær 1,55 milljón króna í mánaðarlaun samkvæmt nýgerðum ráðningarsamningi. Hann fær einnig 400 kílómetra akstursstyrk og sveitarfélagið greiðir fyrir hann bæði síma og net. Samkvæmt ráðningarsamningnum má Ólafur ekki taka að sér önnur störf án samþykkis sveitarstjórnar en honum er hins vegar heimilt að gegna áfram starfi formanns knattspyrnudeildar Reynis Sandgerðis. Bæjarins besta greina frá þessu. Ólafur var fyrst ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps í febrúar 2020 og voru laun hans þá 1,4 milljón króna á mánuði. Hins vegar eru launin tengd launavísitölu og hækka hver áramót miðað við þær breytingar. Núverandi ráðningarsamningur gildir til loka maí 2026 og er gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur. Hærri laun en aðrir í svipað stórum sveitarfélögum Auk grunnlauna sem eru 1,55 milljón króna á mánuði fær Ólafur ökutækjastyrk upp á 400 kílómetra sem er andvirði 50 þúsund króna á mánuði og sveitarfélagið greiðir bæði síma og net fyrir hann. Íbúafjöldi Tálknafjarðarhrepps var 255 manns þann 1. janúar 2022 samkvæmt vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun Ólafs gera því um sex þúsund krónur á hvern íbúa. Samband íslenskra sveitarfélaga gerði könnun á kjörum sveitarstjóra sveitarfélaga í mars síðastliðnum. Af 69 sveitarfélögum svöruðu 56 spurningalistanum eða um 80 prósent. Samkvæmt könnuninni eru tólf sveitarfélög með 200-499 íbúa og af þeim svöruðu níu spurningalistanum. Sveitarstjórar í sveitarfélögum með 200-499 íbúa voru með mánaðarlaun á bilinu 400 þúsund til 1,3 milljón króna. Þá voru hlunnindi sveitarstjóra, þ.e. greiðslur utan beinna launagreiðslna, á bilinu 25 til 125 þúsund. Miðað við þá könnun fær Ólafur nokkuð hærri laun en launahæsti sveitarstjórinn sem svaraði könnuninni, eða 250 þúsundum krónum meira. Ekki náðist í sveitarstjórnarfulltrúa Tálknafjarðarhrepps við gerð fréttarinnar. Kjaramál Stjórnsýsla Tálknafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Samkvæmt ráðningarsamningnum má Ólafur ekki taka að sér önnur störf án samþykkis sveitarstjórnar en honum er hins vegar heimilt að gegna áfram starfi formanns knattspyrnudeildar Reynis Sandgerðis. Bæjarins besta greina frá þessu. Ólafur var fyrst ráðinn sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps í febrúar 2020 og voru laun hans þá 1,4 milljón króna á mánuði. Hins vegar eru launin tengd launavísitölu og hækka hver áramót miðað við þær breytingar. Núverandi ráðningarsamningur gildir til loka maí 2026 og er gagnkvæmur sex mánaða uppsagnarfrestur. Hærri laun en aðrir í svipað stórum sveitarfélögum Auk grunnlauna sem eru 1,55 milljón króna á mánuði fær Ólafur ökutækjastyrk upp á 400 kílómetra sem er andvirði 50 þúsund króna á mánuði og sveitarfélagið greiðir bæði síma og net fyrir hann. Íbúafjöldi Tálknafjarðarhrepps var 255 manns þann 1. janúar 2022 samkvæmt vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun Ólafs gera því um sex þúsund krónur á hvern íbúa. Samband íslenskra sveitarfélaga gerði könnun á kjörum sveitarstjóra sveitarfélaga í mars síðastliðnum. Af 69 sveitarfélögum svöruðu 56 spurningalistanum eða um 80 prósent. Samkvæmt könnuninni eru tólf sveitarfélög með 200-499 íbúa og af þeim svöruðu níu spurningalistanum. Sveitarstjórar í sveitarfélögum með 200-499 íbúa voru með mánaðarlaun á bilinu 400 þúsund til 1,3 milljón króna. Þá voru hlunnindi sveitarstjóra, þ.e. greiðslur utan beinna launagreiðslna, á bilinu 25 til 125 þúsund. Miðað við þá könnun fær Ólafur nokkuð hærri laun en launahæsti sveitarstjórinn sem svaraði könnuninni, eða 250 þúsundum krónum meira. Ekki náðist í sveitarstjórnarfulltrúa Tálknafjarðarhrepps við gerð fréttarinnar.
Kjaramál Stjórnsýsla Tálknafjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira