Innlent

Iða Marsibil nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps

Bjarki Sigurðsson skrifar
Iða Marsibil Jónsdóttir mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi hjá Grímsnes- og Grafningshrepp.
Iða Marsibil Jónsdóttir mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi hjá Grímsnes- og Grafningshrepp. Stöð 2/Sigurjón Ólason.

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur í starf sveitarstjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ásu Valdísi Árnadóttur, oddvita sveitarstjórnar. E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna, fékk 51 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í maí en G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, fékk 49 prósent. Því fékk E-listinn meirihluta í sveitarstjórn. 

„Það er ánægjulegt að fá Iðu Marsibil í starf sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps. Hún kemur með ferska sýn á verkefnin og ég er sannfærð um að hún muni reynast sveitarfélaginu öflugur liðssyrkur í þeim verkefnum sem framundan eru. Við bjóðum Iðu velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins,“ segir Ása Valdís. 

Iða hefur undanfarin ár starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í mikilli uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Kjörtímabilið 2018–2022 gengdi Iða embætti forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og hefur því góða innsýn inn í stjórnsýslu sveitarstjórnarmála. Iða er viðskiptafræðingur að mennt og leggur stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík.

„Ég er virkilega spennt fyrir komandi verkefnum í nýju hlutverki, einnig er ég þakklát fyrir það traust sem sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps sýnir mér með ráðningunni. Grímsnes- og Grafningshreppur er frábærlega vel staðsett sveitarfélag með mikla möguleika, svæðið er mér hugleikið og hlakka ég til að taka þátt og leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu sem framundan er,“ segir Iða Marsibil.

Iða mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi og bíða hennar veigamikil og spennandi verkefni.

Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra:

 • Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari
 • Barbara K. Kristjánsdóttir, sannauðs- og gæðastjóri
 • Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri
 • Björgvin Jóhannesson, framkvæmdastjóri
 • Daði Geir Samúelsson, fjármálasérfræðingur fjölskyldusviðs
 • Edda Jónsdóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga
 • Erna Reynisdóttir. framkvæmdastjóri
 • Glúmur Baldvinsson, sjálfstætt starfandi
 • Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi
 • Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Ingvi Már Guðnason, verkstjóri
 • Jóhann Ásgrímur Pálsson, sérfræðingur
 • Jóhannes Hreiðar Símonarson, framkvæmdastjóri
 • Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála
 • Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps
 • Kolbeinn Már Guðjónsson, viðskipta og innkaupastjóri
 • Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri
 • Kristján Einir Traustason, sjálfstætt starfandi
 • Kristján Guðmundsson, Landsbankinn hf.
 • Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður
 • Þórarinn Hjálmarsson, markaðsstjóri
 • Örn Þórðarson, borgarfulltrúi


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.