Lífið

„Mjög grimm örlög“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Hjónin Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Jón Þór Hauksson mættust í Ísskápastríði.
Hjónin Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Jón Þór Hauksson mættust í Ísskápastríði. Skjáskot

Hjónin Sigrún Ósk Kristjánsdóttir fjölmiðlakona og Jón Þór Hauksson knattspyrnuþjálfari mættust í Ísskápastríði hjá Evu Laufeyju og Gumma Ben. Í þessum viðburðaríka þætti kom meðal annars í ljós að hjónin hafa ólíkan smekk á mat.

Jón Þór segir hann og syni sína leyfa sér veislumat að þeirra skapi þegar Sigrún er ekki heima.

„Þá er nætursöltuð ísa og saltaðar kinnar ef við erum í sérstöku hátíðaskapi.“

Eva Laufey spurði Sigrúnu í kjölfarið hvað hefði eiginlega gerst á heimilinu.

„Jón Þór er náttúrulega með matarsmekk níræðs manns og synirnir erfðu hann. Þetta eru mjög grimm örlög!“

Stiklu úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×