Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júlí 2022 11:26 Flutningar eiga stóran þátt í losuninni. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands, en Hagfræðideild Landsbankans birti Hagsjá um loftlagsmál í dag en þar kemur einnig fram að heildarlosun hagkerfisins 2021 var um fjórðungi minni en á árinu 2018. Samkvæmt hagsjánni minnkaði losun frá atvinnulífi á Íslandi um 14 prósent árið 2019 og 19 prósent árið 2020 og segir að gjaldþrot WOW air og fækkun ferðamanna hafi átt hlut að máli árið 2019. Losun heimila minnkaði um 4 prósent árið 2019 og svo um 13 prósent á árinu 2020. Samanburður milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs sýnir þróunina nær í tíma. Heildarlosun frá hagkerfinu jókst um 6 prósent milli áranna 2021 og 2022. Mismundandi þróun meðal atvinnugreina Fjórar greinar hafa losað um og yfir 80 prósent af heildarlosun atvinnulífsins síðustu ár; landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar, framleiðsla málma og flutningar á sjó og með flugi. Þróunin í þessum greinum hefur verið ærið mismunandi á síðustu árum. Losun frá flugi jókst töluvert frá 2016 til 2018 í takt við mikla fjölgun ferðamanna hingað til lands. Losunin minnkaði svo verulega 2019 og 2020. Losun frá flugi á árinu 2021 var 76% minni en árið 2016. Sé litið á samanburð fyrstu fjögurra mánaða hvers árs má hins vegar sjá að losun frá flugi hefur aukist verulega, eða rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2021 og 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði um 4,6 prósent í heiminum 2020 og stóðu vonir margra til þess að það væri upphafið af nýjum tímum með sífelldri minnkun losunar. Nú sýna tölur að áframhaldandi minnkun er ekki raunin þar sem losunin jókst um 6,4 prósent í fyrra og náði aftur því stigi sem hún var á áður en faraldurinn brast á. Helstu ástæðu aukningar er að finna í iðnaðar- og orkuframleiðslu á meðan aukningin hjá heimilum og í flutningum er enn ekki mikil. Nýjar aðstæður varðandi orkuframleiðslu- og notkun auki ekki á bjartsýni um að draga fari verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Stríðið í Úkraínu og lokun á orkukaup frá Rússlandi hafa einnig breytt aðstæðum mikið og snögglega í þá átt að heimurinn verður háður mikilli notkun jarðefnaeldsneytis lengur en margir óskuðu eftir. Umhverfismál Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Sjá meira
Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands, en Hagfræðideild Landsbankans birti Hagsjá um loftlagsmál í dag en þar kemur einnig fram að heildarlosun hagkerfisins 2021 var um fjórðungi minni en á árinu 2018. Samkvæmt hagsjánni minnkaði losun frá atvinnulífi á Íslandi um 14 prósent árið 2019 og 19 prósent árið 2020 og segir að gjaldþrot WOW air og fækkun ferðamanna hafi átt hlut að máli árið 2019. Losun heimila minnkaði um 4 prósent árið 2019 og svo um 13 prósent á árinu 2020. Samanburður milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs sýnir þróunina nær í tíma. Heildarlosun frá hagkerfinu jókst um 6 prósent milli áranna 2021 og 2022. Mismundandi þróun meðal atvinnugreina Fjórar greinar hafa losað um og yfir 80 prósent af heildarlosun atvinnulífsins síðustu ár; landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar, framleiðsla málma og flutningar á sjó og með flugi. Þróunin í þessum greinum hefur verið ærið mismunandi á síðustu árum. Losun frá flugi jókst töluvert frá 2016 til 2018 í takt við mikla fjölgun ferðamanna hingað til lands. Losunin minnkaði svo verulega 2019 og 2020. Losun frá flugi á árinu 2021 var 76% minni en árið 2016. Sé litið á samanburð fyrstu fjögurra mánaða hvers árs má hins vegar sjá að losun frá flugi hefur aukist verulega, eða rúmlega fjórfaldast á milli áranna 2021 og 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði um 4,6 prósent í heiminum 2020 og stóðu vonir margra til þess að það væri upphafið af nýjum tímum með sífelldri minnkun losunar. Nú sýna tölur að áframhaldandi minnkun er ekki raunin þar sem losunin jókst um 6,4 prósent í fyrra og náði aftur því stigi sem hún var á áður en faraldurinn brast á. Helstu ástæðu aukningar er að finna í iðnaðar- og orkuframleiðslu á meðan aukningin hjá heimilum og í flutningum er enn ekki mikil. Nýjar aðstæður varðandi orkuframleiðslu- og notkun auki ekki á bjartsýni um að draga fari verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Stríðið í Úkraínu og lokun á orkukaup frá Rússlandi hafa einnig breytt aðstæðum mikið og snögglega í þá átt að heimurinn verður háður mikilli notkun jarðefnaeldsneytis lengur en margir óskuðu eftir.
Umhverfismál Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Sjá meira