Innlent

Sprengisandur: Efnahagsmál heimsins og kynvitund

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Heimir Karlsson sér um Sprengisand í dag í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar.

Í dag verður púlsinn tekinn á stöðu efnahagsmálum heimsins og áhrifum á Ísland með hagfræðingunum Önnu Hrefnu Ingimundardóttur aðstoðar framkvæmdastjóra SA og Elísu Örnu Hilmarsdóttur frá Viðskiptaráði.

Þá munu þingmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Helga Vala Helgadóttir velta fyrir sér og skiptast á skoðunum og fara ýtarlega yfir þá mjög svo breyttu samfélagsmynd sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar kynvitund, kynin og annað sem snertir þau mál. Mál sem eru mjög viðkvæm og tekist er á um um allan heim.

Að lokum spjallar Heimir við Jakob Frímann Magnússon, alþingismann, sem situr meðal annars í Framtíðarnefnd þingsins. Þar fer Jakob yfir hlutverk nefndarinnar og nýlega heimsókn til Finnlands í boði Framtíðarnefndar finnska þingsins, en sú nefnd ku jafnvel vera á undan sinni samtíð ef ekki „framtíð“.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.