Lífið

Adele sneri aftur eftir fimm ára hlé

Bjarki Sigurðsson skrifar
Um 65 þúsund manns mættu á tónleika Adele í Hyde Park.
Um 65 þúsund manns mættu á tónleika Adele í Hyde Park. Getty/Gareth Cattermole

Söngkonan Adele söng í fyrsta sinn fyrir framan áhorfendur í fimm ár í gær. 65 þúsund manns hlustuðu á hana syngja í Hyde Park í London.

Adele hefur ekki komið fram á sviði síðan árið 2017 en ný plata hennar, 30, kom út í fyrra. Platan fjallar að miklu leiti um skilnað hennar og Simon Konecki en þau voru í hjónabandi á árunum 2018 til 2021 og eiga saman einn son.

„Það er svo skrítið að vera fyrir framan mannfjölda aftur,“ sagði Adele eftir að hafa flutt fyrsta lagið á tónleikunum í gær. „Ég verð svo stressuð en ég elska að vera hérna.“

Söngkonan átti að halda röð af tónleikum í Las Vegas í byrjun árs en aflýsti þeim öllum þegar einungis sólarhringur var í fyrstu tónleikana. Að hennar sögn voru tónleikarnir ekki tilbúnir og vildi hún ekki fara á svið með hálfklárað verk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×