Innlent

Hlýtt í veðri í dag

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Unnið í miðbænum
Unnið í miðbænum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Framan af degi verður rólegt veður þó það sé þungbúið nú í morgunsárið, síðan bætir í vind og skýjahulan lyftir sér yfir daginn. Þá verður hlýtt í veðri í dag á sunnan- og vestanverðu landinu, allt að 20 stig þar sem best lætur en búast má við síðdegisskúrum á stöku stað.

Á vef Veðurstofunnar segir að veður verði rólegt framan af degi þó bæti í vind með deginum. Rakt loft liggi yfir landinu og það sé þungbúið í fyrstu en skýjahulan muni lyfta sér yfir daginn. Þá sé mun bjartara sunnantil á landinu og einnig á hálendinu en búast megi við síðdegisskúrum á stöku stað.

Hiti verði 10 til 19 stig sunnan- og vestanlands en norðan- og austanlands verði rigning og 6 til 10 stig.

Varað er við snörpum vindhviðum við fjöll á Austfjörðum og í Öræfum sem geti verið varhugaverðar ferðamönnum. Þá verði allhvöss norðvestanátt austantil á landinu en mun hægari vindur um landið vestanvert.

Hlýjast verður á sunnan- og suðvestanverðu landinu.Skjáskot

Veðrið næstu daga

Á sunnudag:

Norðvestan 10-18 m/s um landið austanvert og rigning, einkum norðaustantil, hvassast með austurströndinni. Mun hægari vindur um landið vestanvert, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 8 til 16 stig sunnan- og vestantil, en mun svalara um landið norðaustanvert.

Á mánudag:

Norðvestan 8-15 norðaustan- og austanlands og dálítil rigning, en mun hægari sunnan- og vestanlands og bjart með köflum. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en þykknar upp með lítilsháttar vætu á vestanverðu landinu. Hiti 10 til 16 stig.

Á miðvikudag:

Suðvestan 5-10 og dálitl súld eða rigning með köflum vestantil, en yfirleitt þurrt fyrir austan. Heldur hlýnandi veður.

Á fimmtudag:

Suðvestanátt og rigning með köflum, en skýjað með köflum og úrkomulítið fyrir austan. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á föstudag:

Útlit fyrir vestlæga eða breytilega átt. Dálítil væta og kólnar í veðri.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.