Innlent

Fáskrúðsfirðingar eru í skýjunum með nýja Hoffellið

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hoffell, nýtt og glæsilegt uppsjárvarskip á Fáskrúðsfirði hjá Loðnuvinnslunni.
Hoffell, nýtt og glæsilegt uppsjárvarskip á Fáskrúðsfirði hjá Loðnuvinnslunni. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil ánægja er á Fáskrúðsfirði með nýjasta skipið í bæjarfélaginu, uppsjávarskipið Hoffell, sem Loðnuvinnslan var að kaupa en það var smíðað í Danmörku. Hoffellið er nú á makrílveiðum fram í september.

Það var hátíðleg stund nýlega þegar nýja Hoffellið sigldi inn í höfnin á Fáskrúðsfirði, grænt og glæsilegt skip, sem var smíðað í Danmörku 2008 og er 2 .530 rúmmetrar og ber u.þ.b. 2500 tonn af afla, sem er all nokkuð stærra en fyrra Hoffellið, sem Loðnuvinnslan átti og seldi fyrir nýja skipið. Mikil ánægja er með nýja skipið.

„Það tekur 53 prósent meira í lestina, getur borið 2.500 tonn í staðinn fyrir 1600 og það er þremur metrum breiðara en gamla skipið og það er fjórtán ára og níu árum yngra. Skipið er bylting fyrir okkar fólk, bæði hvað varðar öryggi og aðbúnað allan, auk þess, sem skipið er mjög fallegt,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði

Loðnuvinnslan er með fjögur skip á Fáskrúðsfirði, allt farsæl og aflahá skip.

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, sem er alsæll með nýja skipið eins og aðrir íbúar á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Já , við erum mjög stórir. Þetta er 750 manna byggðarlag og við erum með 170 manns í vinnu. Við erum með svona 40 til 45 prósent af vinnandi fólki hér á staðnum,“ bætir Friðrik Mar við.

Hann er mjög bjartsýnn á framtíðina.

„Já, íslenskur sjávarútvegur er að standa sig mjög vel í samkeppninni við önnur lönd. Við erum ekki ríkisstyrktir eins og víða annars staðar.“

Hér er verið að setja nótina í Hoffellið áður en það fór á makrílveiðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimasíða LoðnuvinnslunnarAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.