Fyrsta úthlutun Elsusjóðs Elísabet Hanna skrifar 1. júlí 2022 09:30 Oddný Jónsdóttir og Edda Henný Símonardóttir hlutu styrkinn í ár. Aðsend Fyrsta úthlutun úr Elsusjóð hefur verið veitt en styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir þeim einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur sem barðist við endómetríósu. Elsa fæddist í Reykjavík þann 25. september árið 1956 og var í doktorsnámi í umhverfisþróunarfræði er hún féll frá þann 10. janúar árið 2019. Í stjórn Elsusjóðs sitja Björgólfur Thorsteinsson, Lilja Guðmundsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir. Varamenn eru Þórunn Sveinbjarnardóttir og Eygló Harðardóttir. „Hugsun Elsu á bak við sjóðinn er að ástundun náms getur reynst snúnara fyrir einstaklinga með endó þar sem námið getur orðið slitrótt og tekið lengri tíma,“ segir Lilja Guðmundsdóttir. „Bæði verkjaköst, aðgerðir og glasameðferðir geta haft áhrif á námsframvindu sem og síþreyta sem er algengur fylgifiskur sjúkdómsins. Elsa hafði sjálf kynnst áhrifum endómetríósu á sitt nám og stofnaði sjóðinn af afar fallegri hugsjón. Gjöf hennar og stofnun sjóðsins er ómetanleg og mun koma til með að hjálpa mörgum konum í háskólanámi. Tilvist sjóðsins er líka mikilvæg fyrir konur með endó, hann verður táknmynd viðurkenningar á því að endómetríósa hefur áhrif á nám.“ Ellefu sterkar umsóknir Alls bárust ellefu umsóknir í ár og samkvæmt þeim sem sáu um úthlutunina reyndist það vera vandasamt verk að velja úr umsóknunum sem bárust. Þeir þættir sem horft var til voru félagslegar aðstæður, framvinda í námi og áhrif endómetríósu á námið. Þær sem fengu styrkinn í ár eru Oddný Jónsdóttir og Edda Henný Símonardóttir. Sjóðurinn vonast til þess að hægt verði að veita fleiri styrki í framtíðinni eftir því sem sjóðurinn mun koma til með að vaxa og dafna þar sem ljóst var að þörfin er mikil. „Við í Samtökum um endómetríósu erum þakklát Elsu og fjölskyldu hennar fyrir að láta draum hennar verða að veruleika í þágu kvenna með endó,“ segir Lilja. Samtökin um endómetríósu segja vera mikla þörf á slíkum styrkjum.Aðsend Heilsa Góðverk Kvenheilsa Tengdar fréttir Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. 23. mars 2022 07:02 Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga. 5. febrúar 2022 23:54 Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01 Tölum um endómetríósu Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. 25. mars 2022 14:01 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Elsa fæddist í Reykjavík þann 25. september árið 1956 og var í doktorsnámi í umhverfisþróunarfræði er hún féll frá þann 10. janúar árið 2019. Í stjórn Elsusjóðs sitja Björgólfur Thorsteinsson, Lilja Guðmundsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir. Varamenn eru Þórunn Sveinbjarnardóttir og Eygló Harðardóttir. „Hugsun Elsu á bak við sjóðinn er að ástundun náms getur reynst snúnara fyrir einstaklinga með endó þar sem námið getur orðið slitrótt og tekið lengri tíma,“ segir Lilja Guðmundsdóttir. „Bæði verkjaköst, aðgerðir og glasameðferðir geta haft áhrif á námsframvindu sem og síþreyta sem er algengur fylgifiskur sjúkdómsins. Elsa hafði sjálf kynnst áhrifum endómetríósu á sitt nám og stofnaði sjóðinn af afar fallegri hugsjón. Gjöf hennar og stofnun sjóðsins er ómetanleg og mun koma til með að hjálpa mörgum konum í háskólanámi. Tilvist sjóðsins er líka mikilvæg fyrir konur með endó, hann verður táknmynd viðurkenningar á því að endómetríósa hefur áhrif á nám.“ Ellefu sterkar umsóknir Alls bárust ellefu umsóknir í ár og samkvæmt þeim sem sáu um úthlutunina reyndist það vera vandasamt verk að velja úr umsóknunum sem bárust. Þeir þættir sem horft var til voru félagslegar aðstæður, framvinda í námi og áhrif endómetríósu á námið. Þær sem fengu styrkinn í ár eru Oddný Jónsdóttir og Edda Henný Símonardóttir. Sjóðurinn vonast til þess að hægt verði að veita fleiri styrki í framtíðinni eftir því sem sjóðurinn mun koma til með að vaxa og dafna þar sem ljóst var að þörfin er mikil. „Við í Samtökum um endómetríósu erum þakklát Elsu og fjölskyldu hennar fyrir að láta draum hennar verða að veruleika í þágu kvenna með endó,“ segir Lilja. Samtökin um endómetríósu segja vera mikla þörf á slíkum styrkjum.Aðsend
Heilsa Góðverk Kvenheilsa Tengdar fréttir Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. 23. mars 2022 07:02 Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga. 5. febrúar 2022 23:54 Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01 Tölum um endómetríósu Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. 25. mars 2022 14:01 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. 23. mars 2022 07:02
Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga. 5. febrúar 2022 23:54
Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01
Tölum um endómetríósu Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. 25. mars 2022 14:01