Fyrsta úthlutun Elsusjóðs Elísabet Hanna skrifar 1. júlí 2022 09:30 Oddný Jónsdóttir og Edda Henný Símonardóttir hlutu styrkinn í ár. Aðsend Fyrsta úthlutun úr Elsusjóð hefur verið veitt en styrkir úr sjóðnum eru ætlaðir þeim einstaklingum sem stunda háskólanám og eru með endómetríósu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2021 með dánargjöf frá Elsu Guðmundsdóttur sem barðist við endómetríósu. Elsa fæddist í Reykjavík þann 25. september árið 1956 og var í doktorsnámi í umhverfisþróunarfræði er hún féll frá þann 10. janúar árið 2019. Í stjórn Elsusjóðs sitja Björgólfur Thorsteinsson, Lilja Guðmundsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir. Varamenn eru Þórunn Sveinbjarnardóttir og Eygló Harðardóttir. „Hugsun Elsu á bak við sjóðinn er að ástundun náms getur reynst snúnara fyrir einstaklinga með endó þar sem námið getur orðið slitrótt og tekið lengri tíma,“ segir Lilja Guðmundsdóttir. „Bæði verkjaköst, aðgerðir og glasameðferðir geta haft áhrif á námsframvindu sem og síþreyta sem er algengur fylgifiskur sjúkdómsins. Elsa hafði sjálf kynnst áhrifum endómetríósu á sitt nám og stofnaði sjóðinn af afar fallegri hugsjón. Gjöf hennar og stofnun sjóðsins er ómetanleg og mun koma til með að hjálpa mörgum konum í háskólanámi. Tilvist sjóðsins er líka mikilvæg fyrir konur með endó, hann verður táknmynd viðurkenningar á því að endómetríósa hefur áhrif á nám.“ Ellefu sterkar umsóknir Alls bárust ellefu umsóknir í ár og samkvæmt þeim sem sáu um úthlutunina reyndist það vera vandasamt verk að velja úr umsóknunum sem bárust. Þeir þættir sem horft var til voru félagslegar aðstæður, framvinda í námi og áhrif endómetríósu á námið. Þær sem fengu styrkinn í ár eru Oddný Jónsdóttir og Edda Henný Símonardóttir. Sjóðurinn vonast til þess að hægt verði að veita fleiri styrki í framtíðinni eftir því sem sjóðurinn mun koma til með að vaxa og dafna þar sem ljóst var að þörfin er mikil. „Við í Samtökum um endómetríósu erum þakklát Elsu og fjölskyldu hennar fyrir að láta draum hennar verða að veruleika í þágu kvenna með endó,“ segir Lilja. Samtökin um endómetríósu segja vera mikla þörf á slíkum styrkjum.Aðsend Heilsa Góðverk Kvenheilsa Tengdar fréttir Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. 23. mars 2022 07:02 Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga. 5. febrúar 2022 23:54 Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01 Tölum um endómetríósu Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. 25. mars 2022 14:01 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Sjá meira
Elsa fæddist í Reykjavík þann 25. september árið 1956 og var í doktorsnámi í umhverfisþróunarfræði er hún féll frá þann 10. janúar árið 2019. Í stjórn Elsusjóðs sitja Björgólfur Thorsteinsson, Lilja Guðmundsdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir. Varamenn eru Þórunn Sveinbjarnardóttir og Eygló Harðardóttir. „Hugsun Elsu á bak við sjóðinn er að ástundun náms getur reynst snúnara fyrir einstaklinga með endó þar sem námið getur orðið slitrótt og tekið lengri tíma,“ segir Lilja Guðmundsdóttir. „Bæði verkjaköst, aðgerðir og glasameðferðir geta haft áhrif á námsframvindu sem og síþreyta sem er algengur fylgifiskur sjúkdómsins. Elsa hafði sjálf kynnst áhrifum endómetríósu á sitt nám og stofnaði sjóðinn af afar fallegri hugsjón. Gjöf hennar og stofnun sjóðsins er ómetanleg og mun koma til með að hjálpa mörgum konum í háskólanámi. Tilvist sjóðsins er líka mikilvæg fyrir konur með endó, hann verður táknmynd viðurkenningar á því að endómetríósa hefur áhrif á nám.“ Ellefu sterkar umsóknir Alls bárust ellefu umsóknir í ár og samkvæmt þeim sem sáu um úthlutunina reyndist það vera vandasamt verk að velja úr umsóknunum sem bárust. Þeir þættir sem horft var til voru félagslegar aðstæður, framvinda í námi og áhrif endómetríósu á námið. Þær sem fengu styrkinn í ár eru Oddný Jónsdóttir og Edda Henný Símonardóttir. Sjóðurinn vonast til þess að hægt verði að veita fleiri styrki í framtíðinni eftir því sem sjóðurinn mun koma til með að vaxa og dafna þar sem ljóst var að þörfin er mikil. „Við í Samtökum um endómetríósu erum þakklát Elsu og fjölskyldu hennar fyrir að láta draum hennar verða að veruleika í þágu kvenna með endó,“ segir Lilja. Samtökin um endómetríósu segja vera mikla þörf á slíkum styrkjum.Aðsend
Heilsa Góðverk Kvenheilsa Tengdar fréttir Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. 23. mars 2022 07:02 Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga. 5. febrúar 2022 23:54 Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01 Tölum um endómetríósu Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. 25. mars 2022 14:01 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Sjá meira
Elsusjóður – menntasjóður endókvenna Samtök um endómetríósu (legslímuvilla) standa nú fyrir hinni árlegu fræðsluviku um sjúkdóminn. Í þetta sinn er vakin sérstök athygli á áhrifum endómetríósis á atvinnuþátttöku kvenna. 23. mars 2022 07:02
Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga. 5. febrúar 2022 23:54
Málefni sjúklinga með endómetríósu tekin til tímabærrar skoðunar Heilbrigðisráðherra hefur svarað fyrirspurn minni á Alþingi um meðhöndlun endómetríósu (legslímuflakks). Líkt og ég hef áður fjallað um á þessum vettvangi, getur sjúkdómurinn valdið sárum verkjum og ófrjósemi, en talið er að hann hrjái allt að 10% kvenna og að meðalgreiningartími hans sé allt að 7-9 ár. 18. janúar 2022 07:01
Tölum um endómetríósu Já! tölum um endómetríósu. Eitthvað sem var hreinlega ekki þekkt fyrir nokkrum áratugum eða fáir töluðu um. 25. mars 2022 14:01