Innlent

Engan sakaði þegar ekið var í gegnum rúðu bakarís

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ökumaður ók á glugga Mosfellsbakarís í dag með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu.
Ökumaður ók á glugga Mosfellsbakarís í dag með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu. Vísir/Helena

Ökumaður ók á framhlið Mosfellsbakarís með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu og loka þurfti bakaríinu. Að sögn Hafliða Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Mosfellsbakarís, var áreksturinn einungis óhapp og sem betur fer hefði engan sakað.

Vísi barst fyrir stuttu tilkynning frá lögreglu um að keyrt hefði verið á bakarí í 108-hverfi. Eftir að hafa hringt í og spurt starfsfólk sem kom af fjöllum hjá bæði Brauðhúsinu Grímsbæ og Bakarameistaranum Austuveri, náði blaðamaður sambandi við Mosfellsbakarí.

Hafliði Ragnarsson, framkvæmdastjóri Mosfellsbakarís, staðfesti við blaðamann að keyrt hefði verið á framhlið bakarísins með þeim afleiðingum að tvær rúður brotnuðu.

Áreksturinn var að sögn Hafliða einungis óhapp og sem betur fer hefði engan sakað.Vísir/Helena

„Það var ekki keyrt alveg inn en það var keyrt á gluggann með þeim afleiðingum að það brotnuðu tvær stórar rúður,“ sagði Hafliði.

Þá sagði Hafliði að þau hefðu þurft „að taka allt úr umferð en þetta var bara óhapp og allir sluppu og það voru engin slys sem betur fer.“ Hann væri núna bara að bíða eftir því að tryggingarfélögin kæmu til að meta skaðann.

Hafliði sagði engan hafa sakað í árekstrinum en ein stúlka hefði staðið mjög nálægt glugganum og lætin í kjölfar áreksturins hefðu verið mikið sjokk.

Bakaríið er lokað sem stendur en dyrnar eru opnar og getur fólk sem gengur hjá keypt sér kaffi.Vísir/Helena

Sem stendur sé bakaríið lokað en dyrnar séu opnar og fólk geti keypt sér kaffi þó það séu engar aðrar vörur til sölu.

„Við erum bara að tala við fólkið sem er á vappinu hérna og að útskýra þetta,“ 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×