Mátti ekki taka bjór úr hillum Árni Sæberg skrifar 30. júní 2022 15:05 ÁTVR mátti ekki fjarlægja Faxe Witbier og Faxe IPA úr bjórkælum sínum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. Dista stefndi ÁTVR fyrir héraðsdóm og krafðist þess að tvær ákvarðanir ÁTVR yrðu felldar úr gildi. Annars vegar ákvörðun um að Faxe Witbier væri tekinn úr sölu og hins vegar að Faxe IPA væri tekinn úr sölu. Fyrirtækið taldi ÁTVR ekki heimilt að úthluta hilluplássi í vínbúðum á grundvelli framlegðar frekar en eftirspurnar. Bjórarnir tveir falla báðir í flokkinn annar bjór en ÁTVR hafði ákveðið að fimmtíu bjórar með mesta framlegð í flokknum skyldu fá pláss í hillum vínbúða. Að loknum lágmarks sölutíma beggja bjóranna var hvorugur þeirra á lista yfir fimmtíu framlegðarmestu bjórana. Þó munaði ekki miklu. Bjórarnir voru hins vegar á lista yfir fimmtíu bjóra eftir hverjum var mest eftirspurn. Af þeim sökum taldi Dista að ÁTVR hefði brotið gegn rétti fyrirtækisins og lögum um innkaup ríkisfyrirtækisins. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Þá benti Dista á að ÁTVR skyldi gæta jafnræðis við val á vörum til innkaupa, sér í lagi í ljósi einokunarstöðu ÁTVR á áfengismarkaði. Vísaði til reglugerðar sem átti ekki stoð í lögum ÁTVR krafðist sýknu af öllum kröfum Dista og bar fyrir sig að ákvarðanir um að taka bjórana úr sölu hafi að öllu leyti verið í samræmi við lög og reglur. Þá mótmælti ríkisfyrirtækið því að það hafi ekki mátt miða við framlegð við vöruval. Heimild fyrir því væri í reglugerð. Í niðurstöðum héraðsdóms sagði að sú reglugerð sem ÁTVR vísaði til ætti sér ekki næga stoð í lögum enda mætti ekki skerða atvinnufrelsi einstaklinga eða lögaðila með reglugerð, en dómarinn taldi að ákvæði reglugerðarinnar um framlegð skerti atvinnufrelsi Dista. Að þeirri niðurstöðu fenginni taldi dómurinn ekki nauðsynlegt að fjalla um aðrar hliðar málsins og felldi niður ákvarðanir ÁTVR um að taka bjórana úr sölu. Þá var ÁTVR gert að greiða málskostnað Dista, 1,75 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Dista stefndi ÁTVR fyrir héraðsdóm og krafðist þess að tvær ákvarðanir ÁTVR yrðu felldar úr gildi. Annars vegar ákvörðun um að Faxe Witbier væri tekinn úr sölu og hins vegar að Faxe IPA væri tekinn úr sölu. Fyrirtækið taldi ÁTVR ekki heimilt að úthluta hilluplássi í vínbúðum á grundvelli framlegðar frekar en eftirspurnar. Bjórarnir tveir falla báðir í flokkinn annar bjór en ÁTVR hafði ákveðið að fimmtíu bjórar með mesta framlegð í flokknum skyldu fá pláss í hillum vínbúða. Að loknum lágmarks sölutíma beggja bjóranna var hvorugur þeirra á lista yfir fimmtíu framlegðarmestu bjórana. Þó munaði ekki miklu. Bjórarnir voru hins vegar á lista yfir fimmtíu bjóra eftir hverjum var mest eftirspurn. Af þeim sökum taldi Dista að ÁTVR hefði brotið gegn rétti fyrirtækisins og lögum um innkaup ríkisfyrirtækisins. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Þá benti Dista á að ÁTVR skyldi gæta jafnræðis við val á vörum til innkaupa, sér í lagi í ljósi einokunarstöðu ÁTVR á áfengismarkaði. Vísaði til reglugerðar sem átti ekki stoð í lögum ÁTVR krafðist sýknu af öllum kröfum Dista og bar fyrir sig að ákvarðanir um að taka bjórana úr sölu hafi að öllu leyti verið í samræmi við lög og reglur. Þá mótmælti ríkisfyrirtækið því að það hafi ekki mátt miða við framlegð við vöruval. Heimild fyrir því væri í reglugerð. Í niðurstöðum héraðsdóms sagði að sú reglugerð sem ÁTVR vísaði til ætti sér ekki næga stoð í lögum enda mætti ekki skerða atvinnufrelsi einstaklinga eða lögaðila með reglugerð, en dómarinn taldi að ákvæði reglugerðarinnar um framlegð skerti atvinnufrelsi Dista. Að þeirri niðurstöðu fenginni taldi dómurinn ekki nauðsynlegt að fjalla um aðrar hliðar málsins og felldi niður ákvarðanir ÁTVR um að taka bjórana úr sölu. Þá var ÁTVR gert að greiða málskostnað Dista, 1,75 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira