Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu.

Fjallað verður nánar um málið kvöldfréttum Stöðvar 2,

Verðbólga hefur ekki verið meiri í þrettán ár og spár benda til þess að hún nálgist tíu prósent í næsta mánuði. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir vel fylgst með stöðunni en formaður Miðflokksins telur að grípa þurfi til aðgerða áður en það verður of seint. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Nokkur tímamót urðu í áfengissölu hér á landi í dag þegar Heimkaup hóf fyrst stórverslana að selja áfengi. Við fjöllum nánar um það, ræðum við þingmann og heyrum í formanni foreldrafélags gegn áfengissölu um málið – en hann gagnrýnir harðlega aukið auðgengi.

Þá kíkjum við í Reykjanesvirkjun þar sem miklar framkvæmdir standa yfir og lítum við á sumarhátíð Hrafnistu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×