Fjallað verður nánar um málið kvöldfréttum Stöðvar 2,
Verðbólga hefur ekki verið meiri í þrettán ár og spár benda til þess að hún nálgist tíu prósent í næsta mánuði. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir vel fylgst með stöðunni en formaður Miðflokksins telur að grípa þurfi til aðgerða áður en það verður of seint. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Nokkur tímamót urðu í áfengissölu hér á landi í dag þegar Heimkaup hóf fyrst stórverslana að selja áfengi. Við fjöllum nánar um það, ræðum við þingmann og heyrum í formanni foreldrafélags gegn áfengissölu um málið – en hann gagnrýnir harðlega aukið auðgengi.
Þá kíkjum við í Reykjanesvirkjun þar sem miklar framkvæmdir standa yfir og lítum við á sumarhátíð Hrafnistu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.