Lífið

Travis Barker fluttur á sjúkrahús og dóttir hans biður fólk að biðja fyrir honum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Talsmenn parsins hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um veikindi Barker.
Talsmenn parsins hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um veikindi Barker. Getty/Cindy Ord

Tónlistarmaðurinn Travis Barker var fluttur á sjúkrahús í gær og var eiginkona hans, Kourtney Kardashian honum við hlið. Ekki er vitað hvað hrjáir Barker en dóttir hans bað fólk um að biðja fyrir fjölskyldunni.

Slúðurmiðillinn TMZ birti myndir af Barker í gær þar sem hann var fluttur á börum inn á Cedars-Sinai sjúkrahúsið í Los Angeles í gær en hann var fluttur þangað eftir að hafa leitað aðstoðar á öðrum spítala í borginni.

Fyrr um daginn hafði Barker, 46 ára, tíst „Guð bjargi mér“ en margir hafa bent á að það tengist atvikinu ekki endilega þar sem God save me sé heiti á lagi með góðvini Barker, Machine Gun Kelly.

Alabama, 16 ára dóttir Barker af fyrra hjónabandi, biðlaði hins vegar til fylgjenda sinna á Instagram um að biðja, þá líklega fyrir pabba sínum sem hafði verið fluttur á sjúkrahús skömmu áður.

Barker lenti í flugslysi árið 2008 þar sem fjórir af sex innanborðs létust.

Kourtney Kardashian, eiginkona Barker, var í fylgd með trommaranum bæði þegar hann leitaði fyrst á spítala og þegar hann var fluttur á Cedars-Sinai. Parið gekk í hjónaband á Portofino á Ítalíu í síðasta mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.