Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 19:08 Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ Hulda Margrét Alkóhólistum fjölgar ört í hópi eldri borgara á Íslandi og tæp tvöföldun hefur orðið í dagdrykkju 61 árs og eldri, samkvæmt innlagnartölum á Vogi. Formaður SÁÁ hefur áhyggjur af þróuninni og segir áfengisdýrkun ríkja í samfélaginu. Greint var frá aukinni drykkju eldri borgara í Fréttablaðinu í dag. Anna Hildur Guðmundsdóttir ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að vissu leyti gott að innlögnum fjölgi því fólk sé þar með að leita sér að stoðar. Það sé hins vegar ekki gott mál að drykkja sé að aukast. „Þetta er alveg áhyggjuefni af því ég held að drykkja sé bara að aukast almennt. Það er ákveðin áfengisdýrkun í samfélaginu í dag,“ segir Anna. Hún segist taka eftir aukningu í dagdrykkju eldri hópa. „Maður man alveg eftir því þegar maður var yngri að það voru helgarfyllerí þar sem fólk hrundi í það en nú er komin alveg töluverð dagdrykkja, sem er ekki alltaf af hinu góða.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan Allt kerfið undir í dagdrykkju Ekki sé víst hvort betra sé að drekka lítið en stöðugt yfir vikuna eða hrynja í það um helgar, að sögn Önnu. „Það er ekkert endilega betra að vera alltaf eitthvað smá í því, það er ekkert rosalega gott. Það tekur alltaf ákveðinn tíma fyrir líkamann að vinna úr þessu sem þýðir að kerfið þitt er alltaf undir. Þetta hefur svo mikil áhrif á líkamsstarfsemina. Er það eitthvað mikið betra en að detta í það á föstudags- eða laugardagskvöldi?,“ spyr Anna. Hún segir þó fólk leita til SÁÁ þegar það sé raunverulega komið í vanda. Drykkjan geti byrjað á „einhverju sulli“ sem verði svo að alvöru vanda. Hún segir ástæðu fyrir aukningu í drykkju eldri borgara geta verið að hömlur líkt og vinna hverfi. „Þegar ramminn fer þá kemur kannski stjórnleysið í ljós og þá er engin vinna sem stoppar mann. Þá verður maður að vera í svona stjórnaðri neyslu, því eitt leiðir af öðru,“ segir Anna Hildur. Áfengi og tóbak Eldri borgarar Reykjavík síðdegis Fíkn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Greint var frá aukinni drykkju eldri borgara í Fréttablaðinu í dag. Anna Hildur Guðmundsdóttir ræddi stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hún segir að vissu leyti gott að innlögnum fjölgi því fólk sé þar með að leita sér að stoðar. Það sé hins vegar ekki gott mál að drykkja sé að aukast. „Þetta er alveg áhyggjuefni af því ég held að drykkja sé bara að aukast almennt. Það er ákveðin áfengisdýrkun í samfélaginu í dag,“ segir Anna. Hún segist taka eftir aukningu í dagdrykkju eldri hópa. „Maður man alveg eftir því þegar maður var yngri að það voru helgarfyllerí þar sem fólk hrundi í það en nú er komin alveg töluverð dagdrykkja, sem er ekki alltaf af hinu góða.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Önnu Hildi í heild sinni í spilaranum hér að neðan Allt kerfið undir í dagdrykkju Ekki sé víst hvort betra sé að drekka lítið en stöðugt yfir vikuna eða hrynja í það um helgar, að sögn Önnu. „Það er ekkert endilega betra að vera alltaf eitthvað smá í því, það er ekkert rosalega gott. Það tekur alltaf ákveðinn tíma fyrir líkamann að vinna úr þessu sem þýðir að kerfið þitt er alltaf undir. Þetta hefur svo mikil áhrif á líkamsstarfsemina. Er það eitthvað mikið betra en að detta í það á föstudags- eða laugardagskvöldi?,“ spyr Anna. Hún segir þó fólk leita til SÁÁ þegar það sé raunverulega komið í vanda. Drykkjan geti byrjað á „einhverju sulli“ sem verði svo að alvöru vanda. Hún segir ástæðu fyrir aukningu í drykkju eldri borgara geta verið að hömlur líkt og vinna hverfi. „Þegar ramminn fer þá kemur kannski stjórnleysið í ljós og þá er engin vinna sem stoppar mann. Þá verður maður að vera í svona stjórnaðri neyslu, því eitt leiðir af öðru,“ segir Anna Hildur.
Áfengi og tóbak Eldri borgarar Reykjavík síðdegis Fíkn Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira