Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/Arnar

Réttur bandarískra kvenna til þungunarrofs var felldur úr gildi í dag með sögulegri niðurstöðu Hæstarétts Bandaríkjanna sem sneri við fimmtíu ára gömlu dómafordæmi Roe gegn Wade.

Í kvöldfréttum verður farið yfir málið og rætt við Silju Báru Ómarsdóttur sérfræðing í bandarískum stjórnmálum um áhrif niðurstöðunnar.

Fyrstu hvalirnir sem eru veiddir við Ísland í fjögur ár voru dregnir á land í dag. Við sjáum myndir úr Hvalfirðinum og ræðum við ferðamenn sem gagnrýna veiðarnar harðlega.

Einnig verður farið yfir launakjör bæjarstjóra í ýmsum sveitarfélögum. Bæjarfulltrúi segir launin allt of há og telur að endurskoða eigi kjörin í minni sveitarfélögum.

Við kynnum okkur einnig nýja og athyglisverða könnuna á fylgi flokkanna og kíkjum í Hallormsstað – þar sem von er á fjölbreyttri dagskrá um helgina.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×