Innlent

Rekstur Reykja­víkur­borgar nei­kvæður um 4,8 milljarða króna

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rekstraruppgjörið var lagt fram í borgarráði í dag
Rekstraruppgjörið var lagt fram í borgarráði í dag Vísir/Vilhelm

Rekstarniðustaða fyrir fyrsta ársfjórðung A-hluta Reykjavíkurborgar fór 1,9 milljarða fram úr áætlun og er samtals neikvæð um 4,8 milljarða króna.

Þetta kemur fram í rekstraruppgjöri borgarinnar sem lagt var fram í borgarráði í dag. Þar segir að heimsfaraldur, snjóþyngsli og hækkandi verðbólga setji strik í reksturinn á fyrstu þremur mánuðum ársins. 

Í tilkynningu frá borginni segir að lakari rekstrarniðurstaða skýrist af auknum launa- og rekstrarútgjöldum sem megi rekja til afleiðinga af heimsfaraldri kórónaveiru í upphafi ársins. Faraldurinn hafi krafist meiri mönnunar og yfirvinnu í velferðarþjónustu og skólastarfi en gert var ráð fyrir. Frávik í launum vegna þessa sé metið á um 317 milljónir króna.

Framúrkeyrsla vegna vetrarhörku

Þá segir að fjárheimildir vegna snjóþynglsa sé 451 milljónir króna yfir fjárheimildum. Gjöld vegna vistunar barna með alvarlegar þroska- og geðraskanir hafi einnig verið 326 milljónum króna yfir fjárheimildum. Verðbólga hafi verið töluvert hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og jafnframt sett strik í reikninginn.

Samandregið var rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði 989 milljóna króna neikvæðari en áætlun gerði ráð fyrir. Niðurstðan fyrir fjármagnsliði sé því neikvæð um 2,7 milljarða krónaþ



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×