Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið Heimir Már Pétursson skrifar 22. júní 2022 19:20 Mætti halda að seðlabankastjóri horfi til himins í bæn um lækkun verðbólgu en hann rökstuddi skarpar hækkanir Seðlabankans á meginvöxtum á fundi í morgun. Vísir/Vilhelm Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður. Seðlabankinn hefur hækkað meginvexti sína hratt á undanförnum mánuði eða um samanlagt tvö prósentustig og eru þeir nú komnir í 4,75 prósent. Beint samhengi er á milli verðbólgu og vaxta því Seðlabankanum ber að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum. Hér sjáum við myndrænt hvernig þróunin hefur verið frá vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst vorið 2019 þegar meginvextir voru lækkaðir úr 4,5 prósentum í fjögur og verðbólgan var um þrjú prósent. Eftir það tók við hver vaxtalækkunin af annarri þar til þeir voru 0,75 prósent og höfðu þá aldrei verið lægri. Á einu ári hefur síðan hallað á ógæfuhliðina með vaxandi verðbólgu í kovidfaraldi og síðan innrás Rússa í Úkraínu. Ásgeir Jónsson í svipaðri stellingu og John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna var á frægri mynd. Seðlabankastjóri hefur þungar áhyggjur af þróun efnahagsmála.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mjög mikilvægt að ná verðbólgunni niður eins hratt og hægt væri. „Við teljum að við þurfum að bregðast tiltölulega skarpt við til að ná tökum á þessari verðbólgu sem komin er fram. Það sé betra að bregðast fljótt við. Þá getum við náð stjórn á þessu og þá vonandi getum við lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Heimilin standi tiltölulega vel þar sem mörg þeirra hafi nú lán á nafnvöxtum og raunvextir þessara lána enn neikvæðir. „Við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að reyna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að verða til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum,“ segir seðlabankastjóri. Þess vegna væri mikilvægt að allir stæðu saman eins og gert hafi verið í þjóðarsáttar- og lífskjarasamningunum. „Okkur er sama hvað þeir heita svo lengi sem það felur í sér að allir aðilar séu að vinna saman. Sýni skilning á þeim vanda sem við erum að eiga við,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Seðlabankinn hefur hækkað meginvexti sína hratt á undanförnum mánuði eða um samanlagt tvö prósentustig og eru þeir nú komnir í 4,75 prósent. Beint samhengi er á milli verðbólgu og vaxta því Seðlabankanum ber að halda verðbólgu sem næst 2,5 prósentum. Hér sjáum við myndrænt hvernig þróunin hefur verið frá vaxtalækkunarferli Seðlabankans hófst vorið 2019 þegar meginvextir voru lækkaðir úr 4,5 prósentum í fjögur og verðbólgan var um þrjú prósent. Eftir það tók við hver vaxtalækkunin af annarri þar til þeir voru 0,75 prósent og höfðu þá aldrei verið lægri. Á einu ári hefur síðan hallað á ógæfuhliðina með vaxandi verðbólgu í kovidfaraldi og síðan innrás Rússa í Úkraínu. Ásgeir Jónsson í svipaðri stellingu og John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna var á frægri mynd. Seðlabankastjóri hefur þungar áhyggjur af þróun efnahagsmála.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mjög mikilvægt að ná verðbólgunni niður eins hratt og hægt væri. „Við teljum að við þurfum að bregðast tiltölulega skarpt við til að ná tökum á þessari verðbólgu sem komin er fram. Það sé betra að bregðast fljótt við. Þá getum við náð stjórn á þessu og þá vonandi getum við lækkað vexti fyrr,“ segir Ásgeir. Heimilin standi tiltölulega vel þar sem mörg þeirra hafi nú lán á nafnvöxtum og raunvextir þessara lána enn neikvæðir. „Við erum að vinna að þessu fyrir heimilin. Verðbólga kemur illa við heimilin. Hátt fasteignaverð kemur illa við heimilin. Við erum núna að reyna að vinna í haginn fyrir næstu kjarasamninga. Að aðilar vinnumarkaðarins sjái það að verðbólga er ekki að verða til framtíðar á Íslandi. Við ætlum að taka á vandanum,“ segir seðlabankastjóri. Þess vegna væri mikilvægt að allir stæðu saman eins og gert hafi verið í þjóðarsáttar- og lífskjarasamningunum. „Okkur er sama hvað þeir heita svo lengi sem það felur í sér að allir aðilar séu að vinna saman. Sýni skilning á þeim vanda sem við erum að eiga við,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira