Lífið

Barn Jennifer Lopez notar kynhlutlaus fornöfn

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Jennifer Lopez notar kynhlutlaus fornöfn fyrir annan tvíbura sinna.
Jennifer Lopez notar kynhlutlaus fornöfn fyrir annan tvíbura sinna. Getty/Anadolu Agency / Contributor

Jennifer Lopez kynnti barnið sitt Emme Maribel á svið með kynhlutlausum fornöfnum á góðgerðartónleikum nú nýverið. Emme hefur áður komið fram með móður sinni en síðast var það þegar Lopez kom fram í hálfleik á Super Bowl árið 2020.

Í myndbandi frá góðgerðartónleikunum sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlinum Tiktok má sjá söngkonuna kynna Emme á svið með kynhlutlausu fornörnunum they/them. Þegar Emme steig á svið höfðu þau hljóðnema með regnbogafána hinseginsamfélagsins í hönd. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN.

@christinathesupermom Jennifer Lopez JLO surprises audience at at the Blue Diamond Gala by the Dodgers foundation. Excuse shaky camera at end I was in shock myself.#jlo #jenniferlopez #jloandemme #dodgersfoundation #bluediamondball #jlosurpriseguest #tmz #jloperformance original sound - ChristinaTheSupermom

Emme og Lopez sungu lagið A Thousand Years með Christinu Perri við mikinn fögnuð viðstaddra. Myndband af flutningi dúósins á Super Bowl má sjá hér að neðan. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.