Innlent

Þykir „eðlilegt“ að hann bjóði sig aftur fram

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bjarni hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009.
Bjarni hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins síðan árið 2009. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu það vera eðlilegt að hann bjóði sig aftur fram sem formaður flokksins á landsfundi sem fram fer í nóvember á þessu ári.

Í síðustu viku var greint frá því að landsfundur Sjálfstæðisflokksins færi fram dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er venjan að kosið sé um formann, varaformann og ritara flokksins, og er stefna flokksins einnig mótuð á fundinum.

Aðspurður segir Bjarni að honum þyki það mjög eðlilegt að hann vilji halda áfram að leiða flokkinn.

„Ég hef svo sem lítið annað að segja en að kjörtímabilið er nýbyrjað,“ segir Bjarni.

Bjarni hefur verið formaður flokksins síðan árið 2009 þegar hann sigraði Kristján Þór Júlíusson, fyrrum ráðherra flokksins, í formannskosningunum. Hann var endurkjörinn árin 2011 með mótframboði frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, 2013 með mótframboði frá Halldóri Gunnarssyni, og árin 2015 og 2018 án mótframboðs.

Flokkurinn hefur ekki haldið landsfund síðan árið 2018 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Samkomutakmarkanir komu í veg fyrir að allir sem vildu gætu mætt og því hefur ekki verið hægt að halda fundinn fyrr en nú.


Tengdar fréttir

Lands­fundur hjá Sjálf­stæðis­flokknum í nóvember

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að halda landsfund flokksins í Laugardalshöll dagana 4.-6. nóvember næstkomandi. Á landsfundi er stefna flokksins mótuð og kosið í embætti formanns, varaformanns og ritara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×