Lífið

LeBron staddur á Íslandi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
LeBron James með Smára Stefánssyni.
LeBron James með Smára Stefánssyni.

Körfuboltastjarnan LeBron James er staddur á Íslandi ef marka má mynd sem birtist af kappanum á Facebook síðdegis. Á myndinni stendur James með Smára Stefánssyni, eiganda The Cave People, fyrir framan Laugarvatnshella.

Smári Stefánsson, eigandi The Cave People á Laugarvatni, birti myndina af sér með James nú síðdegis. Fyrirtæki Smára heldur úti ferðamannastaðnum Laugarvatnshellum milli Þingvalla og Laugarvatns þar sem áhugasamir geta kynnst lífi Íslendinga sem bjuggu í hellunum fyrir 100 árum síðan.

Mynd Smára birtist á Facebook fyrir rúmlega klukkustund.Skjáskot

Líklega hefur körfuboltastjarnan verið að heimsækja hellana þegar myndin var tekin enda hefur kappinn verið í fríi síðan í apríl þegar lið hans, Los Angeles Lakers, missti af sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.