Enski boltinn

Liverpool staðfestir komu Ramsay

Atli Arason skrifar
Calvin Ramsay skrifar undir samning við Liverpool.
Calvin Ramsay skrifar undir samning við Liverpool. Liverpool

Enska liðið Liverpool tilkynnti í dag komu Calvin Ramsay til liðsins á 6,5 milljónir punda frá Aberdeen í Skotlandi.

Ramsay er skoskur hægri bakvörður sem á að veita Trent Alexander-Arnold samkeppni um sæti í liði Liverpool.

Skotinn er aðeins 18 ára gamall en hann var valinn ungi leikmaður ársins af samtökum fjölmiðlamanna í Skotlandi á síðasta leiktímabili.

Leikmaðurinn mun skrifa undir 5 ára samning við Liverpool en enska liðið mun staðgreiða fjórar milljónir punda en svo munu 2,5 milljónir bætast við í viðbótargreiðslur.

"Ég er í skýjunum, þetta er draumur að verða að veruleika að koma hingað,“ sagði Ramsay í viðtali við heimasíðu Liverpool.

„Þetta er mikið afrek og ég hlakka til að sýna stuðningsmönnunum hvað ég get. Vonandi get ég komið strax inn í undirbúningstímabilið og sýnt þjálfurum og samherjum mína hæfileika.“

6,5 milljón punda kaupverðið þýðir að Ramsay er dýrasta sala í sögu Aberdeen en fyrra metið var sala Scott McKenna til Nottingham Forest á 3 milljónir punda.

Ramsay er þriðji leikmaðurinn sem gengur til lið við Liverpool í sumar á eftir Darwin Núñez og Fábio Carvalho.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.