Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Snorri Másson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi.

Breiðafjarðarferjan Baldur hefur siglingar á ný í dag eftir að hafa orðið vélarvana með fleiri en hundrað farþega um borð í gær. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að sérfræðingar hafi farið yfir ástand ferjunnar, orsökin sé fundin og nú sé hægt að halda áfram að sigla. Boðað hefur verið að Herjólfur þriðji sem áður sigldi til Vestmannaeyja komi í stað Baldurs á næsta ári, en í bili verður notast við Baldur.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segi ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu.

Blómsveigur var lagður að leiði baráttukonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Hólavallakirkjugarði í tilefni kvenréttindadagsins í dag. Athöfnin var sett við undirleik Unu Torfadóttur söngkonu. 107 ár eru liðin í dag frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Bríet barðist fyrir réttarbótum konum til handa á sínum tíma og tók meðal annars sæti í bæjarstjórn Rekjavíkur fyrir hönd Kvennalistans. Forseti borgarstjórnar, Alexandra Briem, var sú sem lagði blómakransinn á leiðið í dag eftir að hafa flutt stutt ávarp.

Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.