Skar mann á fæti með brotinni flösku Eiður Þór Árnason skrifar 19. júní 2022 07:57 Fjölbreytt verkefni komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Kolbeinn Tumi Maður réðst á dyravörð í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt og skar hann á fæti með brotinni flösku, að sögn lögreglu. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Einnig var tilkynnt um aðra líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni þar sem ölvaður maður er sagður hafa kastað glasi upp í loftið með þeim afleiðingum að annar maður fékk það í höfuðið og hlaut minniháttar áverka á eyra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en 115 mál voru skráð í hana frá klukkan 17 í gærkvöldi fram til 5 í morgun. Fjórir voru vistaðir í fangageymslu og voru þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í miðborginni. Nokkuð var um tilkynningar vegna hávaða þar sem fólk fagnaði útskriftum. Sagður hafa brotið rúðu á stigagangi Lögreglu var tilkynnt um reiðhjólaslys í miðborginni í gærkvöldi þar sem maður datt af hjóli og slasaðist á mjöðm og víðar. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en að sögn lögreglu upplifði hann miklar höfuðkvalir og sjóntruflanir. Hann er sagður hafa verið hjálmlaus. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Múlum í Reykjavík. Maðurinn er sagður hafa verið á nærbuxum og sokkum einum klæða en hann er talinn hafa brotið rúðu og mögulega skemmt barnareiðhjól og fleira. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögregla handtók ölvaðan mann á veitingahúsi í miðbæ Hafnarfjarðar á öðrum tímanum í nótt en sá er sagður hafa ráðist á annan og rifið skyrtubol hans. Að sögn lögreglu var maðurinn í höndum dyravarða þegar hún kom á staðinn en maðurinn vildi ekki segja lögreglu hvar hann væri búsettur. Var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands. Reiddi barnið ölvaður á vespu í vanþökk móður Tilkynnt var um mann í Grafarvogi um þrjú í nótt sem var sagður ýta kerru á undan sér með grilli og reyna að opna bifreiðar í hverfinu. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang og hafði skilið eftir kerruna með grillinu. Afskipti voru höfð af ökumanni vespu í miðborg Reykjavíkur þar sem hann hafði ekið með fimm ára barn á hjólinu. Að sögn lögreglu hafði móðir barnsins ekki gefið leyfi fyrir þessu og var barnið ekki með neinn öryggisbúnað. Hinn 55 ára ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var látinn laus að lokinni sýnatöku. Höfðu afskipti af ökumönnum á nagladekkjum Lögreglu var tilkynnt um að maður hafi stolið rafmagnshlaupahjóli í Múlum. Tilkynnandi sagði þann grunaða hafa verið á hlaupahjóli og haldið á öðru. Tilkynnandi náði að hlaupa á eftir manninum og kom að þar sem hinn grunaði rétti öðrum manni hjólið. Sá sagði vin sinn eiga hjólið og hljóp á brott en sá sem tilkynnti málið segir það ekki vera rétt. Einnig var þó nokkuð um að lögregla hafði afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá skipti lögregla sér af tveimur ökumönnum sem óku um á nagladekkjum. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Einnig var tilkynnt um aðra líkamsárás á veitingahúsi í miðborginni þar sem ölvaður maður er sagður hafa kastað glasi upp í loftið með þeim afleiðingum að annar maður fékk það í höfuðið og hlaut minniháttar áverka á eyra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en 115 mál voru skráð í hana frá klukkan 17 í gærkvöldi fram til 5 í morgun. Fjórir voru vistaðir í fangageymslu og voru þrjár tilkynningar um minniháttar líkamsárásir í miðborginni. Nokkuð var um tilkynningar vegna hávaða þar sem fólk fagnaði útskriftum. Sagður hafa brotið rúðu á stigagangi Lögreglu var tilkynnt um reiðhjólaslys í miðborginni í gærkvöldi þar sem maður datt af hjóli og slasaðist á mjöðm og víðar. Sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðadeild til aðhlynningar en að sögn lögreglu upplifði hann miklar höfuðkvalir og sjóntruflanir. Hann er sagður hafa verið hjálmlaus. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Múlum í Reykjavík. Maðurinn er sagður hafa verið á nærbuxum og sokkum einum klæða en hann er talinn hafa brotið rúðu og mögulega skemmt barnareiðhjól og fleira. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögregla handtók ölvaðan mann á veitingahúsi í miðbæ Hafnarfjarðar á öðrum tímanum í nótt en sá er sagður hafa ráðist á annan og rifið skyrtubol hans. Að sögn lögreglu var maðurinn í höndum dyravarða þegar hún kom á staðinn en maðurinn vildi ekki segja lögreglu hvar hann væri búsettur. Var hann því vistaður í fangageymslu lögreglu sökum ástands. Reiddi barnið ölvaður á vespu í vanþökk móður Tilkynnt var um mann í Grafarvogi um þrjú í nótt sem var sagður ýta kerru á undan sér með grilli og reyna að opna bifreiðar í hverfinu. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang og hafði skilið eftir kerruna með grillinu. Afskipti voru höfð af ökumanni vespu í miðborg Reykjavíkur þar sem hann hafði ekið með fimm ára barn á hjólinu. Að sögn lögreglu hafði móðir barnsins ekki gefið leyfi fyrir þessu og var barnið ekki með neinn öryggisbúnað. Hinn 55 ára ökumaður var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var látinn laus að lokinni sýnatöku. Höfðu afskipti af ökumönnum á nagladekkjum Lögreglu var tilkynnt um að maður hafi stolið rafmagnshlaupahjóli í Múlum. Tilkynnandi sagði þann grunaða hafa verið á hlaupahjóli og haldið á öðru. Tilkynnandi náði að hlaupa á eftir manninum og kom að þar sem hinn grunaði rétti öðrum manni hjólið. Sá sagði vin sinn eiga hjólið og hljóp á brott en sá sem tilkynnti málið segir það ekki vera rétt. Einnig var þó nokkuð um að lögregla hafði afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá skipti lögregla sér af tveimur ökumönnum sem óku um á nagladekkjum.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira