Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum segir að það sé hálfvandræðalegt fyrir Ísland að yfirvöld í Namibíu dragi vagninn í rannsókn á Samherjamálinu. Hópurinn hefur fylgst með framvindu málsins og krefst nú svara frá yfirvöldum á Íslandi vegna afskipta lögreglu af blaðamönnum.

Þetta helst í kvöldfréttum Stöðvar 2 en jafnframt segjum við frá því að sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. 

Í bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna rétt fyrir hádegi 3. febrúar. Þar mátti heyra í einhverjum í neyð en fljótlega rofnaði sambandið. Einnig má sjá í skýrslunni að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu. 

Prófessor í stjórnmálafræði segir það ekki koma á óvart að Logi Einarsson ætli sér að hætta sem formaður Samfylkingarinnar í haust. Hann telur að Dagur B. Eggertsson og Kristrún Frostadóttir hafi bæði burði til þess að taka við formennsku í flokknum. 

Og okkar maður, Magnús Hlynur er líka á ferð og flugi um landið að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir af mönnum og málleysingjum. Hvar skyldi hann verða niðurkomin núna? Við skulum komast að því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×