Lífið

Hólmfríður og Jóhann Berg eiga von á barni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þau Hólmfríður og Jóhann Berg trúlofuðu sig árið 2018.
Þau Hólmfríður og Jóhann Berg trúlofuðu sig árið 2018. Instagram/@johannberggudmundsson

Jóhann Berg Guðmundsson, atvinnumaður í knattspyrnu, og Hólmfríður Björnsdóttir lögfræðingur eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau eina dóttur sem fædd er árið 2016.

Hólmfríður greindi frá fregnum af næsta meðlim fjölskyldunnar á Instagram. Þar kemur fram að von sé á barninu í upphafi næsta árs.

Fjölskyldan býr í Bretlandi, þar sem Jóhann Berg leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. Þau Hólmfríður trúlofuðu sig í maí 2018.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.