Jóhann Berg leikur sem atvinnumaður í knattspyrnu með Burnley í ensku úrvalsdeildinni og búa þau saman í Bretlandi. Jóhann er einn af lykilleikmönnum íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem tekur þátt á HM í Rússlandi í sumar.
Hann gerði á dögunum nýjan samning við Burnley og verður í eldlínunni í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Saman eiga þau eina stelpu.
Fram kemur á Facebook að parið hafi trúlofað sig 15. maí síðastliðinn.