Ósætti um veitingu ríkisborgararéttar gæti sett þinglok í uppnám Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2022 19:22 Þingflokkarnir hafa náð saman um þingloka að langmestu leyti. Eitt mál virðist þó geta sett strik í reikninginn. vísir/vilhelm Þó þingflokkar hafi náð saman um heildarramma þingloka standa örfá mál eftir sem ekki hefur enn tekist að ná sátt um. Samkvæmt heimildum fréttastofu er veiting ríkisborgararéttar þar stærst og enn lengst á milli flokkanna í því. Nái þeir ekki saman um það í kvöld eða snemma á morgun gæti þetta sett þinglok í algert uppnám. Miðað við þinglokasamninga flokkanna er stefnt að því að ljúka þinginu annað kvöld eða á fimmtudagsmorgun með atkvæðagreiðslum. Nokkur frumvörp ríkisstjórnarinnar ná ekki í gegn en af þeim hafa útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og leigubílafrumvarp innviðaráðherra helst verið í umræðunni upp á síðkastið. Fleiri minni málum ríkisstjórnarinnar var einnig frestað fram á næsta þing. Önnur helstu mál hennar fá afgreiðslu fyrir þinglok. Þar má nefna kvikmyndastyrki, stjórn fiskveiða, sorgarleyfi og rammaáætlun en umræður um hana ættu að klárast í kvöld ef allt gengur eftir. Fjallað var um þinglok í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Ósætti stórra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, við breytt fyrirkomulag á veitingu ríkisborgararéttar gæti þó sett þetta plan í algert uppnám og flokkarnir farið að tefja mál þangað til sátt næst um ríkisborgararéttinn. Hingað til hefur verið hefð fyrir því að rétt fyrir þinglok afgreiði Alþingi umsóknir þeirra sem hafa sótt um veitingu ríkisborgararéttar hjá þinginu. Útlendingastofnun neitaði í vor að afhenda Alþingi þær umsagnir sem þingið þarf á að halda frá stofnuninni til að geta afgreitt umsóknirnar. Hún hefur þó skilað þeim en ljóst er að hún vilji breyta þessu fyrirkomulagi. Formenn einhverra þingflokka funduðu seint í dag um þetta atriði og voru nokkuð bjartsýnir á lendingu í því fyrir fundin. Honum lauk þó rétt fyrir klukkan sex án niðurstöðu. Nákvæmlega í hverju ágreiningurinn felst hefur fréttastofa ekki fengið staðfest en ljóst er að stjórnarandstöðuflokkarnir eru tilbúnir til að fella önnur atriði þinglokasamninganna niður ef ekki næst sátt um málið. Þetta gæti sett þinglokin í algert uppnám og valdið því að þingmenn komist ekki í sumarfrí á allra næstu dögum. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Miðað við þinglokasamninga flokkanna er stefnt að því að ljúka þinginu annað kvöld eða á fimmtudagsmorgun með atkvæðagreiðslum. Nokkur frumvörp ríkisstjórnarinnar ná ekki í gegn en af þeim hafa útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra og leigubílafrumvarp innviðaráðherra helst verið í umræðunni upp á síðkastið. Fleiri minni málum ríkisstjórnarinnar var einnig frestað fram á næsta þing. Önnur helstu mál hennar fá afgreiðslu fyrir þinglok. Þar má nefna kvikmyndastyrki, stjórn fiskveiða, sorgarleyfi og rammaáætlun en umræður um hana ættu að klárast í kvöld ef allt gengur eftir. Fjallað var um þinglok í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Ósætti stórra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar, við breytt fyrirkomulag á veitingu ríkisborgararéttar gæti þó sett þetta plan í algert uppnám og flokkarnir farið að tefja mál þangað til sátt næst um ríkisborgararéttinn. Hingað til hefur verið hefð fyrir því að rétt fyrir þinglok afgreiði Alþingi umsóknir þeirra sem hafa sótt um veitingu ríkisborgararéttar hjá þinginu. Útlendingastofnun neitaði í vor að afhenda Alþingi þær umsagnir sem þingið þarf á að halda frá stofnuninni til að geta afgreitt umsóknirnar. Hún hefur þó skilað þeim en ljóst er að hún vilji breyta þessu fyrirkomulagi. Formenn einhverra þingflokka funduðu seint í dag um þetta atriði og voru nokkuð bjartsýnir á lendingu í því fyrir fundin. Honum lauk þó rétt fyrir klukkan sex án niðurstöðu. Nákvæmlega í hverju ágreiningurinn felst hefur fréttastofa ekki fengið staðfest en ljóst er að stjórnarandstöðuflokkarnir eru tilbúnir til að fella önnur atriði þinglokasamninganna niður ef ekki næst sátt um málið. Þetta gæti sett þinglokin í algert uppnám og valdið því að þingmenn komist ekki í sumarfrí á allra næstu dögum.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira