Lífið

Mynda­veisla frá Ís­lands­meistara­mótinu í Street­ball um helgina

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Sigurvegarar mótsins, liðið Foenem, fengu 130 þúsund krónur í verðlaunafé. 
Sigurvegarar mótsins, liðið Foenem, fengu 130 þúsund krónur í verðlaunafé.  Hulda Margrét

Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 

Alls kepptu 28 lið um titilinn og raðaði fjöldi manns sér upp í kringum vellina til að fylgjast með æsispennandi keppni.  

Grasið græna fékk að gegna hlutverki áhorfendastúka. Hulda Margrét

Keppnin stóð yfir frá klukkan ellefu til fjögur um daginn og var stemmningin og keppnisskapið upp á tíu. 

Útvarpsmaðurinn og körfuboltasérfræðingurinn Tommi Steindórs stýrði mótinu af miklum myndarbrag og hélt keppendum og áhorfendum vel við efnið. 

Mótsgjaldið var átta þúsund krónur fyrir hvert lið og var fjármununum svo skipt milli þriggja efstu sætanna. 

Sigurvegarar mótsins, liðið Foenem, gengu frá borði með heilar 130 þúsund krónur í verðlaunafé beint í vasann. 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkrar myndir fá keppnisgleði síðustu helgi. 

Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda Margrét
Íslandsmeistaramót í götukörfubolta hjá X-977Hulda MargrétFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.