Gera lokatilraun til að halda Héraðsvötnum og Kjalöldum í vernd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. júní 2022 11:32 Andrés Ingi var í þingflokk Vinstri grænna hálft síðasta kjörtímabil áður en hann sagði sig úr flokknum og gekk skömmu síðar til liðs við Pírata. Honum þótti stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokk og Framsókn færast sífellt lengra frá því sem Vinstri græn ættu að standa fyrir. vísir/vilhelm Þingmenn þriggja minnihlutaflokka munu í dag leggja fram breytingartillögu við Rammaáætlun til að reyna að halda stórum virkjanakostum í verndarflokki. Náttúruverndarsinnar munu mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar í dag og segja þau gera áratugalanga náttúruverndarbaráttu að engu. Í breytingartillögu meirihlutaflokkanna á þriðja áfanga Rammaáætlunar er tvennt sem stingur náttúruverndarsinna mjög. Bæði Héraðsvötn og Kjalöldur í Þjórsá eru þar færð úr verndarflokki og í biðflokk. „Við teljum þessa ákvörðun meirihlutans ekki byggja á neinum faglegum rökum. Það hefur ekkert komið fram sem réttlætir þetta annað en að það eru einhver svona pólitísk hrossakaup um það að reyna að ná jafnvægi á milli flokkanna til að ná að klára þetta,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem er einn þeirra þingmanna sem leggja fram aðra breytingartillögu, þar sem þessir kostir eru áfram í vernd. Með honum á tillögunni eru þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Ekki með mikið afl í málþóf Stuttur tími er til stefnu en þingmenn gera ráð fyrir að klára þinghald á morgun áður en þeir fara í sumarhlé. Ágæt sátt virðist hafa náðst um þinglok - en hvernig sjá þingmennirnir þá fyrir sér að ná breytingunum fram? „Ég bara bind vonir við að fólk sjái ljósið af því að þarna er ekki verið að sýna Rammaáætlun sem verkfæri virðingu. Það eru ekki notuð faglegu rökin sem þarf til að taka einhverjar ákvarðanir um tilfærslu,“ segir Andrés Ingi. Hann svarar því ekki beint hvort til greina komi að fara í málþóf vegna Rammaáætlunar. „Ég veit ekki hvaða afl við höfum í það. En við munum allavega berjast fyrir þessu.“ Dynkur í Þjórsá er í hættu ef Kjalölduveita verður að veruleika. Hún færist skrefi nær því ef breytingartillaga meirihlutans verður samþykkt og hún fer úr verndarflokki í biðflokk. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Mótmæla áformunum í dag Umhverfissinnar munu mótmæla tilfærslu þessara kosta úr verndarflokki á Austurvelli klukkan 17 í dag. „Ég skil þau bara mjög vel. Það er ofboðslega eðlilegt að náttúruverndarhreyfingin láti heyra í sér þegar það fær þessa blautu tusku framan í sig og ég vona að sem flest inni í húsinu hlusti á þau og sýni að þau hafi tekið mark á fólki með því að styðja tillöguna okkar í atkvæðagreiðslu,“ segir Andrés Ingi. Rammaáætlun verður rædd á þingi í dag og gera menn fastlega ráð fyrir því að hún verði samþykkt í þeirri mynd sem ríkisstjórnin leggur upp með, þrátt fyrir að einhver óeining hafi myndast innan þingflokks Vinstri grænna um þetta mál. Orkumál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Viðreisn Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Í breytingartillögu meirihlutaflokkanna á þriðja áfanga Rammaáætlunar er tvennt sem stingur náttúruverndarsinna mjög. Bæði Héraðsvötn og Kjalöldur í Þjórsá eru þar færð úr verndarflokki og í biðflokk. „Við teljum þessa ákvörðun meirihlutans ekki byggja á neinum faglegum rökum. Það hefur ekkert komið fram sem réttlætir þetta annað en að það eru einhver svona pólitísk hrossakaup um það að reyna að ná jafnvægi á milli flokkanna til að ná að klára þetta,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem er einn þeirra þingmanna sem leggja fram aðra breytingartillögu, þar sem þessir kostir eru áfram í vernd. Með honum á tillögunni eru þingmenn Samfylkingar og Viðreisnar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Ekki með mikið afl í málþóf Stuttur tími er til stefnu en þingmenn gera ráð fyrir að klára þinghald á morgun áður en þeir fara í sumarhlé. Ágæt sátt virðist hafa náðst um þinglok - en hvernig sjá þingmennirnir þá fyrir sér að ná breytingunum fram? „Ég bara bind vonir við að fólk sjái ljósið af því að þarna er ekki verið að sýna Rammaáætlun sem verkfæri virðingu. Það eru ekki notuð faglegu rökin sem þarf til að taka einhverjar ákvarðanir um tilfærslu,“ segir Andrés Ingi. Hann svarar því ekki beint hvort til greina komi að fara í málþóf vegna Rammaáætlunar. „Ég veit ekki hvaða afl við höfum í það. En við munum allavega berjast fyrir þessu.“ Dynkur í Þjórsá er í hættu ef Kjalölduveita verður að veruleika. Hún færist skrefi nær því ef breytingartillaga meirihlutans verður samþykkt og hún fer úr verndarflokki í biðflokk. Pálína Axelsdóttir Njarðvík Mótmæla áformunum í dag Umhverfissinnar munu mótmæla tilfærslu þessara kosta úr verndarflokki á Austurvelli klukkan 17 í dag. „Ég skil þau bara mjög vel. Það er ofboðslega eðlilegt að náttúruverndarhreyfingin láti heyra í sér þegar það fær þessa blautu tusku framan í sig og ég vona að sem flest inni í húsinu hlusti á þau og sýni að þau hafi tekið mark á fólki með því að styðja tillöguna okkar í atkvæðagreiðslu,“ segir Andrés Ingi. Rammaáætlun verður rædd á þingi í dag og gera menn fastlega ráð fyrir því að hún verði samþykkt í þeirri mynd sem ríkisstjórnin leggur upp með, þrátt fyrir að einhver óeining hafi myndast innan þingflokks Vinstri grænna um þetta mál.
Orkumál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Viðreisn Skagafjörður Ásahreppur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira