Lífið

Madonna hefur verið valin

Elísabet Hanna skrifar
Julia Garner hefur samkvæmt Variety fengið boð um að taka hlutverkið.
Julia Garner hefur samkvæmt Variety fengið boð um að taka hlutverkið. Getty/Alberto E. Rodriguez /David M. Benett

Leikkonan Julia Garner hefur fengið boð um að leika stjörnuna Madonnu í kvikmynd um lífið hennar samkvæmt Variety. Madonna hyggst sjálf ætla að setjast í leikstjórastólinn og mun myndin fara yfir upphafið á hennar ferli.

Margar leikkonur sóttust eftir hlutverkinu

Julia er þekkt fyrir hlutverk sín í Inventing Anna og Ozark en fastlega er gert ráð fyrir því að hún þiggi hlutverkið. Fleiri leikkonur sem hafa verið að sækjast eftir hlutverkinu eru Florence Pugh, Alexa Demie úr Euphoria og Odessa Young. Söngkonurnar Bebe Rexha og Sky Ferreira hafa einnig verið í prufum.

Madonna mun leikstýra, skrifa og framleiða

Samkvæmt Variety voru prufurnar erfiðar og krefjandi þar sem verið var að leita af manneskju sem er sterkur dansari og söngvari. Madonna ætlar ekki aðeins að leikstýra heldur kemur hún einnig að handritinu og mun framleiða myndina en hún segist vera besta manneskjan til þess að segja sína sögu:

„Tónlist hefur haldið mér gangandi og listin hefur haldið mér á lífi. Það eru svo margar ósagðar og hvetjandi sögur og hver er betri í að segja þær en ég. Það er nauðsynlegt að deila rússíbana lífs míns með minni rödd og sýn.“

Vinkonur

Julia Fox, fyrrum kærasta rapparans Kanye West, sem er líklega þekktust fyrir hlutverkið sitt í Uncut gems hefur einnig verið nefnd í tengslum við myndina. Talið er að hún muni taka að sér hlutverk vinkonu Madonnu, Debi Mazar.


Tengdar fréttir

Viðtal við Madonnu tekið upp fyrir fram

Söngkonan Madonna kemur fram á Eurovision í Tel Aviv í kvöld. Tilkynnt hefur verið að hún muni flytja tvö lög en ekki lá ljóst fyrir fyrr en á fimmtudaginn að Madonna kom fram vegna ágreinings hennar við skipuleggjendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×